Þuríður Guðmundsdóttir - Rætur
Ég geng um skrúðgarða borgar
og blómin horfa á mig
litríkum framandi augum
og ilmur þeirra er alltaf nýr

Í fjarska situr fölblá gleymmérei
á fötum lítils barns

Því blágresi, holtasóley og steinbrjótur
voru blóm bernsku minnar

Og rætur þeirra
verða alltaf mínar

Sempervivum tectorum
Ættkvísl   Sempervivum
     
Nafn   tectorum
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Þekjuhúslaukur
     
Ætt   Crassulaceae
     
Samheiti  
     
Lífsform   fjölær, sígræn
     
Kjörlendi   sól
     
Blómlitur   ljósrauður m. stutt. rauðum línum
     
Blómgunartími   júlí-ágúst
     
Hæð   0.2-0.3m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Þekjuhúslaukur
Vaxtarlag   mjög stórar blaðhvirfingar opnar flatar, nokkuð breytilegar
     
Lýsing   blómin stór, krónublöðin 12-16, blöðin hárlaust, breiðeggl.-lensulaga, rauðbrún í oddinn smáhvirfingar á 4-5cm löngum stönglum
     
Heimkynni   M Evrópa
     
Jarðvegur   Þurr, sendinn, framræstur
     
Sjúkdómar  
     
Harka   4
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   hvirfingum skipt að vori
     
Notkun/nytjar   Þekju, torfþök, kanta, hleðslur, steinhæðir
     
Reynsla   Harðger, mikið ræktuð hérl. fjöldi afb. til, notaður víða erlendis á Þök til að koma í veg fyrir íkveikju af völd. eldinga
     
Yrki og undirteg.   'Atropurpureum' dökkrauðl. blaðhv., 'Lady Kelly' ljósgulbrún lítið eitt rauðleit blöð, 'Red Flush' rauðmenguð blöð, 'Sunset' orangerauð lauf og mörg fleiri yrki.
     
Útbreiðsla  
     
Þekjuhúslaukur
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is