Ólafur Jóhann Sigurðsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Sidalcea malviflora
Ættkvísl   Sidalcea
     
Nafn   malviflora
     
Höfundur   (DC.) A. Gray.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Silkiára, stokkrósarbróðir
     
Ætt   Malvaceae
     
Samheiti  
     
Lífsform   fjölær
     
Kjörlendi   sól
     
Blómlitur   dökkrósrauður
     
Blómgunartími   ágúst-september
     
Hæð   0.6-0.9m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   breiðir blaðbrúskar, Þarf uppbindingu
     
Lýsing   blómin í löngum klösum, stór, silkigljáandi krónublöð stofnbl. kringluleit, bogtennt en stöngulbl. dökkgræn, flipótt
     
Heimkynni   N Ameríka
     
Jarðvegur   sendinn, Þurr
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   skipting, sáning
     
Notkun/nytjar   skrautblómabeð (góðu skjóli)
     
Reynsla   Harðger
     
Yrki og undirteg.   Þó nokkur yrki í ræktun
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is