Hulda - Úr ljóðinu Sorg Þar sem blóm í laufalautum
ljúfu máli saman tala,
sem að ást og angur skilja, ?
blágresi og burknar grannir,
brönugrös og músareyra,
ljósberi og lækjarstjarna,
litlar fjólur, æruprísar,
gullmura og gleym-mér-eigi, ?
vildi ég mega minnast þín.
|
Ættkvísl |
|
Sorbus |
|
|
|
Nafn |
|
commixta |
|
|
|
Höfundur |
|
Hedl. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Fjallareynir |
|
|
|
Ætt |
|
Rósaætt (Rosaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
Pyrus commixta (Hedl.) Asch. & Graebn. Sorbus japonica (Maxim.) Koehne Pyrus aucuparia var. japonica Maxim. ex Franch. & Sav. Sorbus commixta var. typica C.K.Schneid. |
|
|
|
Lífsform |
|
Lauffellandi runni-tré. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól |
|
|
|
Blómlitur |
|
Hvítur. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júlí. |
|
|
|
Hæð |
|
-7 m |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Ýmist runni eða lítið tré, allt að 7 m á hæð eða hærri, uppréttur í fyrstu, 4 m á breidd en getur orðið allt að 15 m í heimkynnum sínum. Brum límug, keilulaga, græn-rauðir til rauðir, meira eða minna hárlaus nema á oddinn og jöðrum hreistra eru þau með ryðrauð hár. Ársprotar rauðbrúnir, hárlausir eða lítið eitt dúnhærðir.
|
|
|
|
Lýsing |
|
Laufin stakfjöðruð, 15-20 sm löng, laufleggir 3-5 sm, hárlausir eða því sem næst, smálaufin 9-15, lensulaga til mjó egglaga-aflöng, 3-7 sm löng, 1-2,5 sm breið, lang-odddregin til odddregin, hárlaus eða því sem næst, ljós eða hvítleit og stundum dálítið dúnhærða á aðalstrengnum á neðra borði, með langyddar tennur, hliðaæðasrengirnir grannir. Blómskipunin 5-10 sm í þvermál, þéttblóma og margblóma, hárlaus eða með strjála, brúna dúnhæringu um blómatímann, er orðin hárlaus þegar fræin hafa þroskast. Blómin hvít, 6-8 mm í þvermál, bikar hárlaus, tennurnar uppréttar eða ögn innsveigðar þegar aldinið hefur þroskst. Krónublöðin útstæð, næstum kringlótt, með stutta nögl, oft með strjála hæringu við grunninn á innra borði, jafn löng og fræflarnir. Berin rauð, 4-5 mm í þvermál, hnöttótt.
2n = 34
|
|
|
|
Heimkynni |
|
Kórea, Japan. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Frjór, framræstur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
6 |
|
|
|
Heimildir |
|
1, 2, 16 |
|
|
|
Fjölgun |
|
Sáning, sumargræðlingar. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í þyrpingar, í skrautrunnabeð. Hentar vel í litla garða. Flottir haustlitir. |
|
|
|
Reynsla |
|
Hefur reynst afar vel í garðinum það sem af er.
Elstu númerin eru 84574 í N6-E03 & N6-G03, gróðursett 1988 frá Ås AgrU 1984 og 86735 í F1-G01 gróðursett 1992 og sama númer í A4-B07 gróðursett 1997, kom sem nr. 199 frá Göteborg HB 1985. Þessi númer hafa reynst ákaflega vel og kala nánast ekkert alveg frá byrjun. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
Sorbus commixta 'Serotina' er í uppeldi.
Lauf með 15-17 skarptenntum smáblöðum sem verða eldrauð að hausti. Aldin lítil, orange-rauð.
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|