Hulda - Úr ljóðinu Sorg
Þar sem blóm í laufalautum
ljúfu máli saman tala,
sem að ást og angur skilja, ?
blágresi og burknar grannir,
brönugrös og músareyra,
ljósberi og lækjarstjarna,
litlar fjólur, æruprísar,
gullmura og gleym-mér-eigi, ?
vildi ég mega minnast þín.
Sorbus commixta
Ættkvísl   Sorbus
     
Nafn   commixta
     
Höfundur   Hedl.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Fjallareynir
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti   Pyrus commixta (Hedl.) Asch. & Graebn. Sorbus japonica (Maxim.) Koehne Pyrus aucuparia var. japonica Maxim. ex Franch. & Sav. Sorbus commixta var. typica C.K.Schneid.
     
Lífsform   Lauffellandi runni-tré.
     
Kjörlendi   Sól
     
Blómlitur   Hvítur.
     
Blómgunartími   Júlí.
     
Hæð   -7 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Fjallareynir
Vaxtarlag   Ýmist runni eða lítið tré, allt að 7 m á hæð eða hærri, uppréttur í fyrstu, 4 m á breidd en getur orðið allt að 15 m í heimkynnum sínum. Brum límug, keilulaga, græn-rauðir til rauðir, meira eða minna hárlaus nema á oddinn og jöðrum hreistra eru þau með ryðrauð hár. Ársprotar rauðbrúnir, hárlausir eða lítið eitt dúnhærðir.
     
Lýsing   Laufin stakfjöðruð, 15-20 sm löng, laufleggir 3-5 sm, hárlausir eða því sem næst, smálaufin 9-15, lensulaga til mjó egglaga-aflöng, 3-7 sm löng, 1-2,5 sm breið, lang-odddregin til odddregin, hárlaus eða því sem næst, ljós eða hvítleit og stundum dálítið dúnhærða á aðalstrengnum á neðra borði, með langyddar tennur, hliðaæðasrengirnir grannir. Blómskipunin 5-10 sm í þvermál, þéttblóma og margblóma, hárlaus eða með strjála, brúna dúnhæringu um blómatímann, er orðin hárlaus þegar fræin hafa þroskast. Blómin hvít, 6-8 mm í þvermál, bikar hárlaus, tennurnar uppréttar eða ögn innsveigðar þegar aldinið hefur þroskst. Krónublöðin útstæð, næstum kringlótt, með stutta nögl, oft með strjála hæringu við grunninn á innra borði, jafn löng og fræflarnir. Berin rauð, 4-5 mm í þvermál, hnöttótt. 2n = 34
     
Heimkynni   Kórea, Japan.
     
Jarðvegur   Frjór, framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   1, 2, 16
     
Fjölgun   Sáning, sumargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í þyrpingar, í skrautrunnabeð. Hentar vel í litla garða. Flottir haustlitir.
     
Reynsla   Hefur reynst afar vel í garðinum það sem af er. Elstu númerin eru 84574 í N6-E03 & N6-G03, gróðursett 1988 frá Ås AgrU 1984 og 86735 í F1-G01 gróðursett 1992 og sama númer í A4-B07 gróðursett 1997, kom sem nr. 199 frá Göteborg HB 1985. Þessi númer hafa reynst ákaflega vel og kala nánast ekkert alveg frá byrjun.
     
Yrki og undirteg.   Sorbus commixta 'Serotina' er í uppeldi. Lauf með 15-17 skarptenntum smáblöðum sem verða eldrauð að hausti. Aldin lítil, orange-rauð.
     
Útbreiðsla  
     
Fjallareynir
Fjallareynir
Fjallareynir
Fjallareynir
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is