Jónas Hallgrímsson - Úr ljóðinu Dalvísa
Fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!
flóatetur! fífusund!
fífilbrekka! smáragrund!
yður hjá ég alla stund
uni best í sæld og þrautum;
fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!
Sorbus frutescens
Ættkvísl   Sorbus
     
Nafn   frutescens
     
Höfundur   McAll.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Koparreynir
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti   (Sorbus fruticosa).
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Hvítur.
     
Blómgunartími   Snemmsumars.
     
Hæð   Allt að 2,5 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Koparreynir
Vaxtarlag   Lauffellandi runni, allt að 2,5 m á hæð, yfirleitt margstofna frá grunni og skríður ekki með neðanjarðarrenglum. Ársprotar súkkulaðibrúnir. Brumin egglaga-keilulaga, svartleit með hvítum hárum í toppinn og á jöðrum brumhlífa, allt að 10 mm á lengd.
     
Lýsing   Laufin allt að 18 sm með (7-)11-12(-14) smáblaðapörum. Smáblöð allt að (10)15-24(-32) mm á lengd og (5-)7-8(-11) mm á breidd, egglaga-lensulaga, gróftennt nær því að grunni, dökk græn á efra borði en aðeins ljósari á því neðra og ekki nöbbótt á neðra borði. Blómskipunin lotinn hálfsveipur. Aldin hvít utan þess að í vikunum milli bikarflipanna vottar fyrir bleikri slikju, allt að 9,5 x 12 mm. Bikarblöðin kjötkennd aðeins neðan til. Stílar að 2,75 mm og næstum samvaxnir við grunn. Frævur 5, undirsætnar, oddarnir samvaxnir, myndar keilulaga dæld innan dældarinnar í bikarnum. Fræin rauðbrún, allt að 3 x 1,75 mm, perulaga, eggmunninn dálítið sveigður til hliðar. Fjórlitna smátegund sem fjölgar sér með geldæxlun. (2n=68). Auðþekkt frá öðrum tegundum með stakfjöðruð blöð og hvít aldin á dökkum brumum með hvítum hárum (aðrar tegundir yfirleitt með rauðbrún brum með rauðbrúnum eða ljósbrúnum hárum). Önnur einkenni er m.a. hinn granni en súkkulaðibrúni ársproti. (McAll.)
     
Heimkynni   Tíbet, Kína.
     
Jarðvegur   Léttur, frjór, framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   7
     
Heimildir   1, 15
     
Fjölgun   Sáning, sumargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í skrautbeð. Plöntur í ræktun eru þó af óþekktum uppruna, þ.e. ekki er vitað hvar fyrstu plöntunum var safnað.
     
Reynsla   Mjög harðgerð og var lengi í ræktun hérlendis undir S. koehneana. Breytt nú nýverið eftir rannsóknir dr. McAll. á reyniættkvíslinni. Mörg, bæði gömul (B7-13) og ný eintök eru í ræktun. Mjög harðgerð tegund sem er víða í görðum landsmanna. Helsti gallinn á henni er að henni er hætt við sveppasýkinu (sérstaklega þegar hún eldist) en ekki hefur þó verið úr því skorið um hvaða svepp er að ræða.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Koparreynir
Koparreynir
Koparreynir
Koparreynir
Koparreynir
Koparreynir
Koparreynir
Koparreynir
Koparreynir
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is