Jónas Hallgrímsson - Úr ljóðinu Dalvísa Fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!
flóatetur! fífusund!
fífilbrekka! smáragrund!
yður hjá ég alla stund
uni best í sæld og þrautum;
fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!
|
Ættkvísl |
|
Sorbus |
|
|
|
Nafn |
|
frutescens |
|
|
|
Höfundur |
|
McAll. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Koparreynir |
|
|
|
Ætt |
|
Rósaætt (Rosaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
(Sorbus fruticosa). |
|
|
|
Lífsform |
|
Lauffellandi runni. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Hvítur. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Snemmsumars. |
|
|
|
Hæð |
|
Allt að 2,5 m |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Lauffellandi runni, allt að 2,5 m á hæð, yfirleitt margstofna frá grunni og skríður ekki með neðanjarðarrenglum. Ársprotar súkkulaðibrúnir. Brumin egglaga-keilulaga, svartleit með hvítum hárum í toppinn og á jöðrum brumhlífa, allt að 10 mm á lengd. |
|
|
|
Lýsing |
|
Laufin allt að 18 sm með (7-)11-12(-14) smáblaðapörum. Smáblöð allt að (10)15-24(-32) mm á lengd og (5-)7-8(-11) mm á breidd, egglaga-lensulaga, gróftennt nær því að grunni, dökk græn á efra borði en aðeins ljósari á því neðra og ekki nöbbótt á neðra borði. Blómskipunin lotinn hálfsveipur. Aldin hvít utan þess að í vikunum milli bikarflipanna vottar fyrir bleikri slikju, allt að 9,5 x 12 mm. Bikarblöðin kjötkennd aðeins neðan til. Stílar að 2,75 mm og næstum samvaxnir við grunn. Frævur 5, undirsætnar, oddarnir samvaxnir, myndar keilulaga dæld innan dældarinnar í bikarnum. Fræin rauðbrún, allt að 3 x 1,75 mm, perulaga, eggmunninn dálítið sveigður til hliðar. Fjórlitna smátegund sem fjölgar sér með geldæxlun. (2n=68).
Auðþekkt frá öðrum tegundum með stakfjöðruð blöð og hvít aldin á dökkum brumum með hvítum hárum (aðrar tegundir yfirleitt með rauðbrún brum með rauðbrúnum eða ljósbrúnum hárum). Önnur einkenni er m.a. hinn granni en súkkulaðibrúni ársproti.
(McAll.)
|
|
|
|
Heimkynni |
|
Tíbet, Kína. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Léttur, frjór, framræstur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
7 |
|
|
|
Heimildir |
|
1, 15 |
|
|
|
Fjölgun |
|
Sáning, sumargræðlingar. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í skrautbeð. Plöntur í ræktun eru þó af óþekktum uppruna, þ.e. ekki er vitað hvar fyrstu plöntunum var safnað. |
|
|
|
Reynsla |
|
Mjög harðgerð og var lengi í ræktun hérlendis undir S. koehneana. Breytt nú nýverið eftir rannsóknir dr. McAll. á reyniættkvíslinni.
Mörg, bæði gömul (B7-13) og ný eintök eru í ræktun. Mjög harðgerð tegund sem er víða í görðum landsmanna. Helsti gallinn á henni er að henni er hætt við sveppasýkinu (sérstaklega þegar hún eldist) en ekki hefur þó verið úr því skorið um hvaða svepp er að ræða. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|