Jón Thoroddsen - Barmahlíð

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Spiraea douglasii
Ættkvísl   Spiraea
     
Nafn   douglasii
     
Höfundur   Hook.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Dögglingskvistur
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól, (hálfskuggi).
     
Blómlitur   Djúpbleikur.
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst.
     
Hæð   1-2,5 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Dögglingskvistur
Vaxtarlag   Lauffellandi, uppréttur runni, allt að 2,5 m hár, þéttvaxinn og myndar mikið af rótarskotum. Greinarnar grannar, brúnar, dúnhærðar í fyrstu en verða hárlausar.
     
Lýsing   Laufin eru 4-10×1-2,5 sm aflöng, oftast snubbótt, sjaldan næstum ydd, grunnur heilrendur, óreglulega sagtennt að oddi, stundum alveg heilrend. Þau eru dökkgræn, hárlaus ofan, með hvítan hárflóka á neðra borði, blaðleggir allt að 1 mm langir. Blómin djúpbleik, ilmsæt, þéttstæð í uppréttum, mjóum, óreglulega keilulaga, endastæðum skúf, sem getur orðið allt að 20 sm langur. Aðalblómskipunarleggurinn, blómleggir og bikarar hvít-lóhærðir, bikarblöð hvít, lóhærð, baksveigð. Krónublöð 1,5 mm, fræflar bleikir, miklu lengri en krónublöðin, eggleg hárlaus. Fræhýði 3 mm, hárlaus, fræ 2 mm, ljósbrún, bandlaga, frumu-netæðótt.
     
Heimkynni   V N-Ameríka.
     
Jarðvegur   Meðalrakur, frjór.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Sumargræðlingar, skipting, rótarskot, sáning.
     
Notkun/nytjar   Stakstæðir runnar, í limgerði, í þyrpingar, í brekkur, í blönduð runnabeð. Líkur hærukvisti (S. tomentosa L.).
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til einn gamall, skriðull, blómríkur runni. Einnig eru til aðkeyptir runnar frá 1984, 1990 og 1991, 1,1-1,8 m háir, blómstra árlega. Harðgerður, þurftarfrekur runni, blómgast á árssprotana, þolir vel klippingu.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Dögglingskvistur
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is