Snorri Hjartarson - Lyng

Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk atlot þess, fagna
í fegurð jarðar meðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrænt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.

Spiraea nipponica
Ćttkvísl   Spiraea
     
Nafn   nipponica
     
Höfundur   Maxim.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Sunnukvistur
     
Ćtt   Rósaćtt (Rosaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól (hálfskuggi).
     
Blómlitur   Hreinhvítur.
     
Blómgunartími   Júlí.
     
Hćđ   1-2 m (2,5 m)
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Vaxtarlag   Lauffellandi, uppréttur runni allt ađ 2,5 m hár, stór og mikill og hvelfdur í vextinum. Greinar kantađar, hárlausar.
     
Lýsing   Lauf 1,5-2,7×0,75-1,5 sm, ţunn, breiđ-öfugegglaga, egglaga eđa oddbaugótt, stöku sinnum hálfkringlótt, snubbótt, grunnur fleyglaga. Laufiđ er međ breiđar bogadregnar tennur í oddinn eđa heilrend, hárlaus, dökkgrćn ofan en blágrćn á neđra borđi. Laufleggur allt ađ 3 mm, hárlaus. Blóm allt ađ 8 mm í ţvermál, hreinhvít, mörg saman í endastćđum, hvelfdum eđa keilulaga, hárlausum eđa nćstum hárlausum klösum, sem eru allt ađ 4 sm breiđir. Blómleggir hárlausir međ áberandi lauflík stođblöđ viđ neđri (ystu) blómin. Bikar hárlaus, bikarblöđ upprétt, tígullaga, ydd, brún-dúnhćrđ innan. Krónublöđin eru kringlótt, lengri en frćflarnir, skarast. Hýđin eru brún-dúnhćrđ til nćstum hárlaus.
     
Heimkynni   Japan.
     
Jarđvegur   Međalrakur, frjór.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   4
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Sumargrćđlingar, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í ţyrpingar, sem stakstćđur runni, í blönduđ beđ.
     
Reynsla   Í Lystigarđinum eru til ţrjár plöntur sem sáđ var til 2002, gróđursettar í beđ 2004, eru um 1 m háar, vaxa vel, blómríkar. Međalharđgerđur runni sem ţarf ađ grisja reglulega.
     
Yrki og undirteg.   'Halward's Silver' uppréttur og ţéttur, ađ 1,2 m međ hvít blóm, 'June Bride' dvergur, stuttar bogsveigđar greinar, 'Snowmound' uppréttur međ bláleitu laufi, hvít blóm, blómgast ríkulega.
     
Útbreiđsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is