Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Spiraea trilobata
Ćttkvísl   Spiraea
     
Nafn   trilobata
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Síberíukvistur
     
Ćtt   Rósaćtt (Rosaceae)
     
Samheiti  
     
Lífsform   lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól (hálfskuggi)
     
Blómlitur   Hvítur.
     
Blómgunartími   Júlí.
     
Hćđ   0.5-1.2m
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Vaxtarlag   Ţéttur kúlulaga, fíngerđur, mjóar hárlausar, sívalar, útstćđarog bugđóttar greinar.
     
Lýsing   Lauffellandi runni, allt ađ 1,2 m hár, ein greinaflćkja, breiđur en ţéttur í vextinum. Sprotar sívalir, oft bugđóttir, ungar greinar grannar hárlausar. Laufin 1,5-2,75×1-2,5 sm, nćstum kringlótt, bogadregin viđ grunninn, stundum dálítiđ hjartalaga, gróftennt, stöku sinnum ógreinilega 3-5 flipótt.blágrćn, sérstaklega á neđra borđi. Blóm hvít, smá, mörg saman í 4 sm breiđum sveip. Sveipirnir eru endastćđir á stuttum, laufóttum stilkum. Blómleggir grannir, 2 sm langir, hárlausir. Krónublöđ lengri en frćflarnir. Hýđi dálítiđ útstćđ, međ uppsveigđum restum af stílum. Síberíukvistur er líkur S blumei G. Don.
     
Heimkynni   N Síbería, Turkestan til N Kína.
     
Jarđvegur   léttur, hlýr, međalrakur, frjór
     
Sjúkdómar  
     
Harka   4
     
Heimildir   1
     
Fjölgun   Sumargrćđlingar, sáning.
     
Notkun/nytjar   í ţyrpingar, rađir, stakstćđur, í stórar steinhćđir, kanta á trjábeđum.
     
Reynsla   Í Lystigarđinum er til ein ađkeypt planta sem var gróđursett í beđ 1999, ţrífst vel og blómstrar árlega. Harđgerđur, grisja ţarf eftir blómgun, ekki stífa, hefur veriđ lengi í rćktun hérlendis eđa um 30 ár, ekki árviss blómgun (kelur stundum dálítiđ.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiđsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is