Jón Helgason - Úr ljóðinu Áfangar
Séð hef ég skrautleg suðræn blóm
sólvermd í hlýjum garði;
áburð og ljós og aðra virkt
enginn til þeirra sparði;
mér var þó löngum meir í hug
melgrasskúfurinn harði,
runninn upp þar sem Kaldakvísl
kemur úr Vonarskarði.
Thalictrum foetidum
Ættkvísl   Thalictrum
     
Nafn   foetidum
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Þefjargras
     
Ætt   Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi.
     
Blómlitur   Grængulur.
     
Blómgunartími   Júlí.
     
Hæð   30-60 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Fjölær jurt, allt að 60 sm há með stutta jarðstöngla, kirtilhærð, LYKTAR ILLA. Lauf 3-4 fjaðurskipt, smálauf um 5 mm, egglaga til öfugegglaga eða kringlótt, flipótt.
     
Lýsing   Blómin fjölmörg í gisnum, hangandi skúfum, gulgræn. Bikarblöð um 3 mm !, fræflar lengri en bikarblöðin, hangandi, frjóþræðir þráðlaga. Hnetur 8-10, legglaus, gáróttar.
     
Heimkynni   Evrópa að tempraða hlita Asíu.
     
Jarðvegur   Meðalrakur, frjór.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   = 1, 2
     
Fjölgun   Skipting, sáning, fræið er lengi að spíra.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, sem undirgróður, í blómaengi.
     
Reynsla   Harðgerð planta, ræktuð vegna blaðfegurðar. Aðaltegundin er ekki í Lystigarðinum, en T. foetidum v. glabrescens var sáð 2009 og er í uppeldi.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is