Jónas Hallgrímsson - Úr ljóðinu Dalvísa
Fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!
flóatetur! fífusund!
fífilbrekka! smáragrund!
yður hjá ég alla stund
uni best í sæld og þrautum;
fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!
Thlaspi rotundifolium
Ættkvísl   Thlaspi
     
Nafn   rotundifolium
     
Höfundur   (L.) Gaud.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Perlusjóður
     
Ætt   Krossblómaætt (Brassicaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Purpura til bleikur.
     
Blómgunartími   Apríl-maí.
     
Hæð   5-10 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Lausþýfður fjölæringur, sem myndar breiður, breiðist út með renglum, oftast 5-10 sm hár í blóma. Grunnlaufin í hvirfingum, oft dálítið teygð eða strjál, breiðegglaga, meira eða minna kjötkennd og með dálítið ógreinilegar tennur.
     
Lýsing   Blómin eru purpura til bleik, allt að 1 sm löng, með hunangsilm, í koll-líkum klösum.
     
Heimkynni   A Frakkland til Ítalíu og N Júgóslavíu.
     
Jarðvegur   Grýttur, kalkríkur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   = encyclopaedia.alpinegardensociety.net/plants/Thlaspi/rotundifolium
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, í hleðslur, í kanta.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til planta sem sáð var til 2007 og gróðursett í beð 2008, þrífst vel og önnur sem sáð var til 2013. Harðgerð-meðalharðgerð, hefur reynst vel á Akureyri, má alls ekki vera nálægt gróskumiklum plöntum (verður undir). Heldur sér oft við með sáningu en stundum missir maður plöntuna.
     
Yrki og undirteg.   Thlaspi rotundifolium ssp. cenisium er frábrugðin að því leyti að skálparnir eru mjórri og yddir. Thlaspi rotundifolium ssp. cepifolium myndar breiður þar sem grunnlaufin eru í teygðum hvirfingum á stönglunum. Heimkynni: SA Alpar. Thlaspi rotundifolium v. limosellifolium (syn. T. limosellifolium) er þýfðari og þéttari, með oddbaugótt grunn lauf og minni rósbleik blóm í 4-6 sm háum, koll líkum klösum. Blómviljug. Heimkynni. V Alpafjöll.
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is