Sigfús Daðason - Vængjasláttur
Akureyri
mjög skreytt
reynitrjám.

Sá sem gengi um bæinn
á septemberkvöldi:
dimmur skuggi innfjarðarins
fylgdi honum á aðra hönd hvar sem hann færi,
lifandi, kvikur!
Sálarspegill!

Heilagur lundur
rís í hæðir.
Og gangi maður í lundinn
er hann þar einn með sjálfum sér.

Það gustar um limið
og fuglarnir í björtum trjákrónunum
fælast skóhljóð einmanans
og hviðra með vængjaslætti
yfir höfði hans og úti í myrkrinu.

Og upp fyrir honum rennur þá: hvílík
sú dýrð sem einmananum hlotnast.



Tilia platyphyllos
Ættkvísl   Tilia
     
Nafn   platyphyllos
     
Höfundur   Scop.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Fagurlind
     
Ætt   Lindiætt (Tiliaceae).
     
Samheiti   T. grandifolia. T. officinarum. pro parte.
     
Lífsform   Lauffellandi tré (eða runni hér).
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Fölgulur.
     
Blómgunartími   Snemmsumars.
     
Hæð   Óvíst er hvað tréð verður hátt hélendis, en verður allt að 30 m hátt í heimkynnum sínum og um 20 m breitt.
     
Vaxtarhraði   Vex meðalhratt.
     
 
Fagurlind
Vaxtarlag   Lauffellandi tré sem getur orðið allt að 40 m hátt í heimkynnum sínum. Krónan keilulaga til breiðsúlulaga. Bolur ósléttur, grár, sprunginn. Ársprotar mismikið dúnhærðir, glansandi, rauðbrúnir.
     
Lýsing   Lauf 4,5-11 × 4-10 sm, kringlótt-egglaga, oddur snögglega odddreginn, grunnur hjartalaga, stundum skakkhjartlaga, hvasssagtennt, matt dökkgræn og dúnhærð eða hárlaus ofan, ljósgræn með ljósa dúnhæringu neðan, æðastrengir hærðir á neðra borði. Laufleggir dúnhærðir, 2,5-5,5 sm. Blómskúfar 3-6 blóma, hangandi, stoðblöð 5-12×1-3 sm, dúnhærð. Blómin fölgul, fræflar útstæðir. Blómin eru tvíkynja og eru frævuð af skordýrum. Aldin 0,8-1 sm, hálfhnöttótt til perulaga, dúnhærð, með 5 áberandi rif.
     
Heimkynni   Evrópa til SV Asíu.
     
Jarðvegur   Djúpur, frjór, rakaheldinn, vel framræstur.
     
Sjúkdómar   Viðkvæm fyrir blaðlús. Hefur viðnámsþrótt gegn hunangssvepp.
     
Harka   Z5 og ekki viðkvæm fyrir frosti.
     
Heimildir   = 1, http://www.pfaf.org
     
Fjölgun   Sumargræðlingar, sáning. Sáning, sumargræðlingar. Ef mögulegt er, er best að ná í nýtt fræ sem er þroskað en hefur ekki enn þróðað harðan aldinvegg og sá því strax í sólreit. Það getur verið að fræið spíri næsta vor en það getur tekið 18 mánuði. Fræ sem hefur verið geymt getur spírað mjög hægt. Það er með harðan aldinvegg, djúpan dvala plöntufóstursins og harða skel utan á aldinveggnum. Allt þetta gerir að verkum að það getur tekið fræið allt að 8 ár að spíra. Ein aðferð til að stytta þennan tíma er að hafa fræið í 5 mánuði í miklum hita (stratification) (10°C að nóttu og allt að 30°C að deginum) og síðan 5 mánaða kuldameðferð. Þegar smáplönturnar eru orðnar nógu stórar til að handfjatla þær er hverri plantað í sinn pott og þær hafðar í gróðurhúsi fyrsta veturinn. Gróðursetjið þær á framtíðarstaðinn síðla vors eða snemmsumars, eftir að frosthættan er liðin hjá. Sveiggræðsla að vorinu rétt áður en laufin koma. Tekur 1-3 ár. Rótarskot, ef þau myndast, er hægt að taka með eins miklu af rótum og hægt er þegar plantan er í dvala og gróðursetja strax.
     
Notkun/nytjar   Stakstætt tré, í blönduð beð. Þrífst best í frjóum, rökum jarðvegi, basískum eða hlutlausum en getur líka þrifist í ögn súrum jarðvegi. Vex illa í mjög þurrum jarðvegi eða mjög blautum. Þolir að vera talsvert áveðurs. Það er auðvelt að flytja plönturnar, jafnvel stór tré, allt að 60 ára hafa verið flutt með góðum árangri erlendis. Trén er hægt að klippa eða stýfa. Þessi tegund myndar ekki mikið af rótarskotum. Þrífst vel á Bretlandseyjum og er eina lindi-tegundin sem myndar oft fræ á svölum svæðum. Myndar oft blendinga með öðrum tegundum ættkvíslarinnar. Ef verið er að rækta plöntur upp af fræi er mikilvægt að vera viss um að fræið komu úr villtri náttúru eða þyrpingu trjáa sömu tegundar.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 1988 og gróðursett í beð 1994, þrífst nokkuð vel, kelur lítið.
     
Yrki og undirteg.   Nokkur yrki í ræktun erlendis.
     
Útbreiðsla  
     
Fagurlind
Fagurlind
Fagurlind
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is