Þuríður Guðmundsdóttir - Rætur
Ég geng um skrúðgarða borgar
og blómin horfa á mig
litríkum framandi augum
og ilmur þeirra er alltaf nýr

Í fjarska situr fölblá gleymmérei
á fötum lítils barns

Því blágresi, holtasóley og steinbrjótur
voru blóm bernsku minnar

Og rætur þeirra
verða alltaf mínar

Tulipa kaufmanniana
Ættkvísl   Tulipa
     
Nafn   kaufmanniana
     
Höfundur   Reg.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Kaupmannatúlípani
     
Ætt   Liljuætt (Liliaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Laukur (15)
     
Kjörlendi   Sól og skjól.
     
Blómlitur   Hvítur-ljósgulur m/rauðum röndum.
     
Blómgunartími   Apríl-maí.
     
Hæð   20-40 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Kaupmannatúlípani
Vaxtarlag   Laukar 1,5-8 sm í þvermál, mjóir, laukhýði svart og leðurkennt til gulbrúnt og pappírskennt, líning á innra borði með aðlæg, gullin hár, hæringin þéttari við toppinn og grunninn.
     
Lýsing   Stönglar allt að 50 sm, efti hlutinn dúnhærður, stundum hárlaus, með rauðleita slikju. Lauf 2-20 sm breið, 2-5 talsins, þétt saman, mynda oft hvirfingu við grunninn, lensulaga til öfuglensulaga, ögn bylgjuð, föl grá-græn, æðarnar dekkri, hárlaus nema smárandhærð. Blóm 1-5, stjörnulaga til bjöllulaga til bollalaga, oft ilmandi. Blómhlífarblöð allt að 11 x 5 sm, hvít eða rjómalit stundum með gul eða múrsteinsrauð blæbrigði, ytri blómhlífarblöð lensulaga til breiðlensulaga, oft baksveigð, grunnblettur gulur, ytra borð rautt eða bleikt eftir miðrifinu. Innri blómhlífarblöð oft upprétt, lang-oddbaugótt eða lang-tígullaga, snubbótt, stundum marglit, miðrif oft grænt eða rautt á ljóslitum formum, grunnblettur blævængslaga, skærgulur. Frjóþræðir hárlausir, gulir, frjóhnappar snúnir, gulir.
     
Heimkynni   M Asía.
     
Jarðvegur   Léttur, frjór, sendinn.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   1,
     
Fjölgun   Hliðarlaukar, sáning, skammlífur, endurnýja þarf hann eftir 2-3 ár.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, í skrautblómabeð.
     
Reynsla   Harðgerð plants sem betra er að skýla að vetrinum.
     
Yrki og undirteg.   Nokkur yrki hafa verið reynd í Lystigarðinum svo sem 'Abba' með rauð, fyllt blóm, snemmblómstrandi, 'Corona' með gul krónublöð, rauðmenguð utan, rauður hringur í miðju, sein, 'Giuseppe Verdi' stór gullgul blóm, rauð að innan og fagurrauð á ytra borði. Johan Strauss' fölgulur/fölrauður, 'Pink Dwarf' purpurableik blóm, 'Scarlet Baby' skarlatsrauður með bleika slikju, gul miðja, snemmblómstrandi. 'Showwinner' hárauð blóm, 'Stresa' gul og rauð blóm. Öll hafa reynst skammlíf. Mörg önnur yrki eru til svo sem: 'The First' með hvít blóm, 'Hearts Delight' með hvít/rauð blóm. 'Daylight, 'Cesar Franck', 'Alfred Cortot', 'Josef Kafka' og mörg fleiri.
     
Útbreiðsla  
     
Kaupmannatúlípani
Kaupmannatúlípani
Kaupmannatúlípani
Kaupmannatúlípani
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is