Halldór Kiljan Laxness , Bráðum kemur betri tíð.
Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga,
sæta langa sumardaga.

Picea x lutzii
Ættkvísl   Picea
     
Nafn   x lutzii
     
Höfundur   Little.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Sitkabastarður, hvítsitkagreni
     
Ætt   Þallarætt (Pinaceae).
     
Samheiti   (P. glauca × P. sitchensis)
     
Lífsform   Sígrænt tré.
     
Kjörlendi   Sól eða hálfskuggi.
     
Blómlitur   Kk reklar gulir, kvk reklar rauðir.
     
Blómgunartími   Maí-júní.
     
Hæð   Allt að 20 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Sitkabastarður, hvítsitkagreni
Vaxtarlag   Tré allt að 20 m há. Bolur allt að 0,3 m í þvermál. Barr og könglar millistig milli þess sem gerist hjá foreldrunum.
     
Lýsing   Ársprotar gulleitir, hárlausir. Nálar gormstæðar, 10-16 mm langar, bandlaga u.þ.b. 1,5 mm breiðar og næstum jafn þykkar, yddar, dálítið ferkantaðar eða ögn kjalaðar bæði ofan og neðan, að ofan með 2-4 og neðan með 5-8 loftaugaraðir. Könglar lang-spólulaga, 3-6 sm langir, 2,5-3 sm breiðir. Köngulhreistur bogadregin, 12-14 mm löng, 10-11 mm breið, gulbrún, jaðar tenntur. Hreisturblöðkur egglaga, 4-5 mm langar, 2-3 mm breið, snubbótt, tennt.
     
Heimkynni   S Alaska (Kenaiskagi).
     
Jarðvegur   Rakur, djúpur.
     
Sjúkdómar   Sitkalús, greniköngullingur.
     
Harka   3
     
Heimildir   1,7
     
Fjölgun   Sáning, sumar og vetargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í skjólbelti, í limgerði, í þyrpingar, í skógrækt eða sem stakstæð tré.
     
Reynsla   Þrjár plöntur á mismunandi aldri eru til í Lystigarðinum. Þrífast vel. Fyrst nefnd í gróðursetningu 1957, en er líklega víða um land. Nokkuð plantað í garða á Akureyri og þrífst bærilega.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Sitkabastarður, hvítsitkagreni
Sitkabastarður, hvítsitkagreni
Sitkabastarður, hvítsitkagreni
Sitkabastarður, hvítsitkagreni
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is