Málsháttur
Engin er rós án þyrna.
Dianthus gratianopolitanus
Ættkvísl   Dianthus
     
Nafn   gratianopolitanus
     
Höfundur   Vill.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Laugadrottning
     
Ætt   Hjartagrasaætt (Caryophyllaceae).
     
Samheiti   D. caesius Smith
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Bleikur-rauður.
     
Blómgunartími   Maí-júní.
     
Hæð   10-20 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Þéttvaxin jurt sem myndar breiður, hárlaus og bláleit með trékenndan grunn, allt að 20 sm há.
     
Lýsing   Lauf allt að 5 sm, bandlaga, næstum flöt. Blóm stór, oftast stök, ilma mikið, á uppréttum stönglum með 2-3 pör af laufum. Bikar 1,2-2 sm, utanbikarflipar, egglaga með stuttan odd, u.þ.b. 1/3 af bikarnum. Krónutunga 1-1,2 sm, öfugegglaga með óreglulegar tennur stundum með dálítið skegg, bleik eða rauð.
     
Heimkynni   M og V Evrópa frá SV Englandi til V- Ukraínu
     
Jarðvegur   Þurr, sendinn, magur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   3
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Sáning, sumargræðlingar, sortir/yrki má rækta upp af fræi.
     
Notkun/nytjar   Í ker, í steinhæðir, í hleðlsur, í kanta, í fjölæringabeð eða sem þekjuplanta.
     
Reynsla   Eftirsótt steinhæðaplanta með all mörg yrki, ofkrýnd og með ýmsum litum. Harðgerð, kölluð hvítasunnunellika víða erlendis.
     
Yrki og undirteg.   'Feurhexe' með dökkrauð blóm. 'Splendens' dökkrósrauð. 'Ornament' breytileg. 'Feuerzauber'(Fire Witch) (K. & S.) gráblá, silfruð, döggvuð þúfa, 15 sm há, skærpurpurarauð. Blómstrar í júlí- ágúst. 'Grandiflorus' rósrauð. 'Pummelchen'(Butterball) dvergvaxin planta, góð í litla garða, 5 sm, bleik. Blómstrar í júlí- ágúst. 'Nordstjernen' (North Star) (Agriculture College; Aas, Norway), þétt stálblá þúfa, 15 sm, bleikrauð.
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is