Jón Thoroddsen - Barmahlíð
Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!
Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.
Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?
Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali! |
|
Ættkvísl |
|
Eryngium |
|
|
|
Nafn |
|
giganteum |
|
|
|
Höfundur |
|
Bieb. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Risasveipþyrnir |
|
|
|
Ætt |
|
Sveipjurtaætt (Apiaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Fjölær, skammlíf jurt. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Rafblár-fölgrænleitur, silfurgrá reifablöð. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Ágúst. |
|
|
|
Hæð |
|
70-130 sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Kröftugur, skammlífur fjölæringur, allt að 1,5 sm hár. |
|
|
|
Lýsing |
|
Grunnlauf 7-16 sm, áþekk og á alpaþyrni, hjartalaga til þríhyrnd ögn leðurkennd, óreglulega bogtennt, blaðstilkar allt að 20 sm. Neðri stöngullauf þyrnitennt, egglega, næstum legglaus, grunnur lykur um stöngulinn. Efri stöngullauf 3-skipt, flipar óreglulega-þyrnóttir. Reifablöð 6-10, gráleit, líkjast laufum, 2,5-4 sm, breið, lensulaga, þyrnótt. Blómkollar/körfur 3-9, egglaga til sívalir, allt að 4 sm. Smáreifablöð 3-tennt. Blóm rafblá til fölgræn. Aldin allt að 10 mm.
|
|
|
|
Heimkynni |
|
Kákasus. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Léttur, frjór, vel framræstur, meðalrakur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
6, H2 |
|
|
|
Heimildir |
|
= 1,2 |
|
|
|
Fjölgun |
|
Græðlingar að hausti, rótargræðlingar, sáning að hausti. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í skrautblómabeð, í fjölæringabeð.
|
|
|
|
Reynsla |
|
Skammlíf jurt, góð til afskurðar og í þurrblómaskreytingar bestur ef hann fær að standa sem lengst í friði - skipta sjaldan (í G01 og á reitasv.) |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
Yrki eru til dæmis:
'Silver Ghost' sem er allt að 60 sm há. Blóm smá, í stórum kollum. Blóm hvít, fræflar bláir, reifablöð gráhvít.
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|