Þuríður Guðmundsdóttir - Rætur Ég geng um skrúðgarða borgar
og blómin horfa á mig
litríkum framandi augum
og ilmur þeirra er alltaf nýr
Í fjarska situr fölblá gleymmérei
á fötum lítils barns
Því blágresi, holtasóley og steinbrjótur
voru blóm bernsku minnar
Og rætur þeirra
verða alltaf mínar
|
Ættkvísl |
|
Erythronium |
|
|
|
Nafn |
|
oreganum |
|
|
|
Höfundur |
|
Appleg. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Roðaskógarlilja |
|
|
|
Ætt |
|
Liljuætt (Liliaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Fjölær jurt. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól, hálfskuggi. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Hvítur, rjómalitur með gulan grunn. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Maí-júní. |
|
|
|
Hæð |
|
15-30 sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Laukar mjó-egglaga, 25-60 mm, myndar stundum legglausa hliðarlauka.
Er frábrugðin hinni náskyldu brúnskógarlilju (E. californicum) að blómin eru með gula miðju.
|
|
|
|
Lýsing |
|
Laufin 12-25 sm, laufin greinilega flikrótt, með óreglulegar brúnar að hvítar rákir, egglaga til breið-lensulaga, jaðrar bylgjóttir. Blómstilkur rauðleitur, 15-40 sm. Blómskipunin 1-3 blóma. Blómhlífarblöð hvít til rjómalit með gulan grunn á blómgunartímanum, verða stundum bleik með aldrinum, stundum með rauðar línur eða bönd, oddbaugótt til mjó egglaga, 25-40 mm, innri með lítil eyrnablöð við grunninn. Fræflar 12-25 mm, frjóþræðir hvítir, útflattir, ± lensulaga, 2-3 mm breiðir. Fræflar rjómalitir til gulir. Stíll hvítur, 12-18 mm, fræni með baksveigða flipa 3-6 mm. Fræhýði aflöng til mjó-öfugegglaga, 3-5 sm.
|
|
|
|
Heimkynni |
|
N Ameríka (Oregon - BC.) |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Frjór moldarjarðvegur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
5 |
|
|
|
Heimildir |
|
= 1, www.efloras.org, Flora of North America |
|
|
|
Fjölgun |
|
Hliðarlaukar, sáning, laukar lagðir í ágúst á um 10-15 sm dýpt. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í blómaengi, í þyrpingar, sem undirgróður. |
|
|
|
Reynsla |
|
Lítt reynd en ætti að spjara sig vel hérlendis, skýla fyrsta árið, visnar niður eftir blómgun. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|