Halldór Kiljan Laxness - Heimsljós

"Fegursta blómið, það lifir í huldum stað, fæstir fá nokkurntíma að sjá það, mörgum sést yfir það, nokkrir kunna ekki skil á gildi þess, þeir sem uppgötva það munu ekki sjá annað blóm síðan. Allan daginn hugsar maður um það. Þegar maður sefur dreymir mann það. Maður deyr með nafn þess á vörum."

Onoclea sensibilis
Ættkvísl   Onoclea
     
Nafn   sensibilis
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Festarburkni
     
Ætt   Skjaldburknaætt (Dryopteridaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær burkni.
     
Kjörlendi   Skjól, hálfskuggi.
     
Blómlitur  
     
Blómgunartími   Gróin þroskast frá júní til október.
     
Hæð   30-60 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Grófgerður, fjölær burkni með skriðula jarðstöngla. Burknalaufin tvenns konar, vaxa eitt og eitt upp af jarðstönglinum, eru netæðótt. Grólaus lauf allt að 1 m, fjaðurskipt, hárlaus, skammæ. Laufeggurinn er lengri en blaðkan. Blaðkan breið egglaga-þríhyrnd, smálauf í 8-12 pörum, allt að 8 sm breið, djúpflipótt til bylgjuð eða heilrend, aðalleggurinn með breiða vængi.
     
Lýsing   Gróbær blöð allt að 60 sm, stinn og upprétt, lensulaga, tvífjaðurskipt, verða dökkbrún. Smálauf með innundna jaðra, lykja um hópa gróbletta í flipum sem minna á rúm. Gróblettir hnöttóttir, eru á æðastrengjum, gróhulan þunn, himnukennd, skammæ.
     
Heimkynni   A N Ameríka, A Asía.
     
Jarðvegur   Rakur, frjór.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   4
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Sem undirgróður, meðfram tjörnum. Getur orðið ágengur.
     
Reynsla   Vissara að skýla að vetri, sérstaklega þar sem snjóhulu nýtur ekki. Aðeins ein tegund í ættkvíslinni. Ræktuð vegna blaðfegurðar. Ekki í Lystigarðinum 2015.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is