Málsháttur
Oft vex laukur af litlu.
Oxalis magellanica
Ættkvísl   Oxalis
     
Nafn   magellanica
     
Höfundur   Forst. f.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Hvítsmæra
     
Ætt   Súrsmæruætt (Oxalidaceae).
     
Samheiti   Oxalis lactea Hook.
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól, skjól.
     
Blómlitur   Hreinhvítur.
     
Blómgunartími   Júní-júlí.
     
Hæð   4 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Minnir á litla súrsmæru (O. acetosella), jarðlæg, skriðul, þekjumyndandi, fjölær jurt, allt að 4 sm, jarðstönglar grannir, með hreistur, lauf og blómstönglar endastæðir. Laufleggir 2-4 sm, uppréttir, lítið hærðir. Smálauf 3, 5 x 5 mm, öfughjartalaga, kopargræn, hárlaus.
     
Lýsing   Blómstöngull stuttur, 1,5-3,5 sm, uppréttur, blómin stök, 1 sm í þvermál, hreinhvít. Bikarblöð ekki með þykkildi.
     
Heimkynni   S Ameríka, Ástralía.
     
Jarðvegur   Meðalfrjór, framræstur, jafnrakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Skipting að vori, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, í kanta, í hleðslur, í fjölæringabeð.
     
Reynsla  
     
Yrki og undirteg.   'Nelson' fyllt hvít blóm, 'Old man Range' lauf gráleit með bleikum blæ að sumri, blómin hvít
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is