Jónas Hallgrímsson - Úr ljóðinu Dalvísa
Fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!
flóatetur! fífusund!
fífilbrekka! smáragrund!
yður hjá ég alla stund
uni best í sæld og þrautum;
fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!
Inula ensifolia
Ættkvísl   Inula
     
Nafn   ensifolia
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Sverðsunna
     
Ætt   Körfublómaætt (Asteraceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Gulur.
     
Blómgunartími   Ágúst-september.
     
Hæð   40-60 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Sverðsunna
Vaxtarlag   Uprétt, fjölær jurt, allt að 60 sm há. Stöngullinn ógreindur, hárlaus eða lóhærður.
     
Lýsing   Laufin allt að 9x1 sm, bandlensulaga eða lensulaga, heilrend, með 3-7 samsíða æðar, hárlaus, randhærð, legglaus, oft dálítið umlykjandi. Karfan með tungukrónur, stök eða fáeinar saman, reifar hvolflaga, 1-2 sm í þvermál. Reifablöð silkihærð-skúmhærð við grunninn, ytri reifablöðin allt að 3,6 mm breið, þríhyrnd-egglaga, útstæð í oddinn, innri reifablöð allt að 2 mm breið, bandlaga-lensulga. Aldin allt að 3 mm, hárlaus eða með fín þornhár við oddinn á geislablómunum allt að 23 mm.
     
Heimkynni   A & AM Evrópa
     
Jarðvegur   Djúpur, frjór, framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í þyrpingar, í beð með fjölærum jurtum.
     
Reynsla   Hefur verið af og til Í Lystigarðinum.
     
Yrki og undirteg.   'Compacta' 15 sm há með gullgul blóm, 'Gold Star' 30 sm há með gullgul blóm og fleiri
     
Útbreiðsla  
     
Sverðsunna
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is