Jón Helgason - úr ljóđinu Á Rauđsgili
Hugrökk teygist á háum legg
hvönnin fram yfir gljúfravegg,
dumbrauðu höfði um dægrin ljós
drúpir hin vota engjarós.


Salvia nemorosa
Ćttkvísl   Salvia
     
Nafn   nemorosa
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Skógarsalvía
     
Ćtt   Varablómaćtt (Lamiaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölćr jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Fjólublár til purpura (stöku sinnum hvítur til bleikur.)
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst (-september).
     
Hćđ   80-100 sm
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Skógarsalvía
Vaxtarlag   Fjölćr jurt, allt ađ 100 sm há. Stönglar uppréttir, mikiđ greindir, 4-kantađir, dúnhćrđir.
     
Lýsing   Laufin allt ađ 10 x 4 sm, legglaus eđa međ legg, heil, egglaga eđa lensulaga til aflöng, mjókk smátt og smátt í oddinn, grunnur snubbóttur eđa hjartalaga, jađar skörđóttur, hrukkóttur og kirtil-dúnhćrđur, laufleggur allt ađ 4 sm. Blómkransar 2-6 blóma, um ţađ bil, í ţéttum, endastćđum stinnum, greinóttum öxum allt ađ 40 sm, blómleggir allt ađ 3 mm, stođblöđ allt ađ 10 x 6 mm, langć, sköruđ, egglaga, mjó-hvassydd, grunnur snubbóttur, fjólublá til purpura. Bikar allt ađ 6 mm, pípulaga til bjöllulaga, útvíkkađur ţegar aldinin ţroskast, dúnhćrđur, efri vörin sigđlaga. Krónan fjólublá eđa purpura, eđa stöku sinnum, hvít til bleik, pípan allt ađ 7 mm, útvíkkuđ ofan til, efri vörin allt ađ 5 mm, hálfsigđlaga.
     
Heimkynni   Evrópa - M Asía.
     
Jarđvegur   Léttur, framrćstur, frjór.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í skrautblómabeđ.
     
Reynsla   Ţarf uppbindingu, fremur viđkvćm og oftast skammlíf í rćktun (HS).
     
Yrki og undirteg.   Fjölmörg yrki eru í rćktun.
     
Útbreiđsla  
     
Skógarsalvía
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is