Halldór Kiljan Laxness - Heimsljós

"Fegursta blómið, það lifir í huldum stað, fæstir fá nokkurntíma að sjá það, mörgum sést yfir það, nokkrir kunna ekki skil á gildi þess, þeir sem uppgötva það munu ekki sjá annað blóm síðan. Allan daginn hugsar maður um það. Þegar maður sefur dreymir mann það. Maður deyr með nafn þess á vörum."

Saxifraga granulata
Ættkvísl   Saxifraga
     
Nafn   granulata
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Kornasteinbrjótur
     
Ætt   Steinbrjótsætt (Saxifragaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi.
     
Blómlitur   Snjóhvítur.
     
Blómgunartími   Júní.
     
Hæð   20-30 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Fjölær jurt sem myndar blaðhvirfingar, myndar æxlilauka.
     
Lýsing   Grunnlauf 0,6-2 x 0,8-3 sm, nýrlaga, hjartalaga eða tennt, kirtilhærð að minnsta kosti neðst, ögn kjötkennd. Laufleggur allt að 0,5 sm. Blómstönglar 10-30 sm, oftast stakir, greinóttir og mynda þéttan 4-30 blóma skúf. Krónublöð 7-16 x3-7 mm, öfugegglaga til breiðöfuglensulaga, hvít, sjaldan en þó stundum með rauðum æðum.
     
Heimkynni   Ísland, Evrópa.
     
Jarðvegur   Jafnrakur, framræstur, meðalfrjór.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   1,2
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, undirgróður, í beð.
     
Reynsla   Íslensk tegund sem sjaldan er ræktuð í görðum.
     
Yrki og undirteg.   ssp. granulata Grófgerð planta, grunnlauf 1,2 sm breið. Blómskipunin greinótt, stinn, krónublöð 12 mm. ssp. granitifolia D.A. Webb. Laufin minni, blómstöngull allt að 25 sm.
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is