Málsháttur
Mjór er mikils vísir.
Symphytum caucasicum
Ættkvísl   Symphytum
     
Nafn   caucasicum
     
Höfundur   Bieb.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Fjallavalurt
     
Ætt   Munablómaætt (Boraginaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi.
     
Blómlitur   Skærblár.
     
Blómgunartími   Júní-júlí.
     
Hæð   40-60 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Fjallavalurt
Vaxtarlag   Uppréttur fjölæringur, stinnir, marggreinóttir stönglar, 40-60 sm, vaxa upp af útbreiddum, greinóttum jarðstönglum.
     
Lýsing   Stönglar og lauf með fíngerð dúnhár. Grunnlauf í blaðhvirfingum, aflöng til egglaga, mjókka niður í vængjaða leggi og eru að mestu fallin þegar plantan blómgast. Neðri stöngullauf þverstýfð eða bogadregin við grunninn, um það bil 20 x 4-6 sm. Efri lauf egglensulaga, mjókka að grunni og eru nokkuð legghlaupin, um 15 x 0,6 sm. Blóm í pöruðum kvíslskúfum. Bikar 4-6 sm, bikarflipar ¼-1/3 af lengd bikarsins. Flipar uppréttir, breiðlandlaga, snubbóttir, stækka við fræþroskann. Króna 1,3-1,7 sm, blá, trektlaga með mjóar þríhyrndar tennur. Fræflar með frjóhnappa jafnlanga og frjóþræðirnir, ginleppar bandlaga, snubbóttir, jafnlangir og fræflarnir. Fræ(hnetur) gulhvítar, ögn hnúskóttar.
     
Heimkynni   Kákasus.
     
Jarðvegur   Djúpur, Frjór, rakur-meðalrakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   1,2
     
Fjölgun   Skipting að vori eða hausti sáning að vori, rótargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Fjölær beð, í skógarbotn, undir tré og runna.
     
Reynsla   Harðgerð planta. Í E3 frá 1980.
     
Yrki og undirteg.   Nokkur yrki eru í ræktun erlendis.
     
Útbreiðsla  
     
Fjallavalurt
Fjallavalurt
Fjallavalurt
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is