Ólafur Jóhann Sigurðsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Thalictrum flavum ssp. glaucum
Ættkvísl   Thalictrum
     
Nafn   flavum
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var   ssp. glaucum
     
Höfundur undirteg.   (Desf.) Battand.
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Mánagras
     
Ætt   Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
     
Samheiti   Thalictrum glaucum Desf., T. rugosum Aiton, T. speciosissimum L.
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi.
     
Blómlitur   Gulur.
     
Blómgunartími   Ágúst.
     
Hæð   90-120 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Mánagras
Vaxtarlag   Sjá aðaltegund.
     
Lýsing   Sjá aðaltegund. ssp. glaucum er með bláleita stöngla og lauf.
     
Heimkynni   SV Evrópa - N Afríka
     
Jarðvegur   Léttur, meðalrakur, frjór.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   = 1, 2
     
Fjölgun   Skipting, sáning, fræið er nokkuð lengi að spíra.
     
Notkun/nytjar   Í skrautblómabeð, sem undirgróður, í þyrpingar, sem stakstæð planta.
     
Reynsla   Harðgerð planta. Í Lystigarðinum er til ein plöntur, sem sáð var til 1995 og gróðursett í beð 1996, þrífst vel.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Mánagras
Mánagras
Mánagras
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is