Snorri Hjartarson - Lyng Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk atlot þess, fagna
í fegurð jarðar meðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrænt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.
|
Ættkvísl |
|
Rosa |
|
|
|
Nafn |
|
|
|
|
|
Höfundur |
|
|
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
'Agnes' |
|
|
|
Höf. |
|
(Saunders 1922) Kanada |
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Ígulrós, garðarós |
|
|
|
Ætt |
|
Rósaætt (Rosaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
Rosa × rugosa Thunb. ‘Agnes’ |
|
|
|
Lífsform |
|
Runnarós. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól og skjól. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Aprikósulitur til ljósgulur. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Ágúst-september. |
|
|
|
Hæð |
|
150 sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
’Agnes’ er Rosa rugosa blendingur um 150 sm hár og um 125 sm breiður erlendis, sögð lágvaxin hér eða 40-60 sm há, síblómstrandi og getur myndað stór limgerði a.m.k. erlendis. |
|
|
|
Lýsing |
|
Foreldrar eru R. rugosa × R. foetida 'Persian Yellow'
Blómin eru fyllt, aprikósulit/ljósgul, en verða föl brandgul til rjómagul með aldrinum áður en krónublöðin detta af. Þau eru með sterkan og ljúfan ávaxta- eða sítrónuilm. Blómin eru stór, 5-7 sm í þvermál, bollalaga, 24-30 krónublöð, sem eru þunn og þola illa mikinn vind og mikla rigninu. Blómin eru í fáblóma klösum. Rósin blómstrar mikið allt fram í frost. Runninn er kröftugur, uppréttur, þéttvaxinn, þyrnóttur með dökk græn, kringluleit lauf og laus við sjúkdóma. Greinarnar slútandi, þétt þyrnóttar. Laufin eru djúp gulgræn og mjög hrukkótt minna á lauf R. foetida.
Plantan er mjög hraust og harðgerð, undantekning ef hún verður fyrir svartroti.
|
|
|
|
Heimkynni |
|
Yrki. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Frjór, vel framræstur og hæfilega rakur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
Hefur viðnám gegn svartroti og mjölsvepp. Getur verið viðkvæm fyrir ryðsvepp. |
|
|
|
Harka |
|
Z3 |
|
|
|
Heimildir |
|
Nicolaisen, A. 1975: Rosernas Bog - København
Petersen, V. 1981: Gamle roser I nye haver. Utgivet av de danske haveselskaber København 1981.
http://www.elisanet.fi/simolanrosario/a-uudet-sivut/uudet-ruusulistat/rosarugosa.html,
http://www.elkorose.com/ewhrab.html,
http://www.horticlick.com,
http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm,
http://www3.sympaico.ca/galetta/tales/hardy shrubroses.html,
www.floweringshrubfarm.com/rugosa.htm |
|
|
|
Fjölgun |
|
Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Ræktuð á móti sól eða í hálfskugga. |
|
|
|
Reynsla |
|
Rosa ‘Agnes’ var til í Lystigarðinum frá 1996 og næstu ár á eftir, dauð 2001 líklega vegna flutnings. Ný planta keypt 2003 sem vex vel og kom með stöku blóm 2008 og 2009. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|