Málsháttur Lengi býr að fyrstu gerð.
|
Ættkvísl |
|
Aesculus |
|
|
|
Nafn |
|
hippocastanum |
|
|
|
Höfundur |
|
L. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Hrossakastanía |
|
|
|
Ætt |
|
Hrossakastaníuætt (Hippocastanaceae) |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Lauffellandi tré. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól, skjól. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Hvítur (blómgast sjaldan hérlendis). |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júní. |
|
|
|
Hæð |
|
4-10 m (-25 m erlendis) |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
Hægvaxta. |
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Tré sem verður allt að 25 m hátt og allt að 25 m í þvermál í heimkynnum sínum. Krónan útbreidd, hvelfd, með margar greinar, þær neðstu svigna undan eigin þunga, uppsveigðar efst. Stofninn getur orðið 5 m í þvermál. Hérlendis eru trén miklu minni. |
|
|
|
Lýsing |
|
Börkurinn flagnar af í ræmum eða flögum, rauðbrúnn til matt-grábrúnn. Ungar greinar með brún hár. Lauf-för U-laga. Brum allt að 2,5 × 1,5 sm, með límkennda kvoðu. Smálauf 5-7 talsins, legglaus, öfugegglaga, fleyglaga við grunninn, mjó-langydd til næstum rófuydd, allt að 25 sm löng, dökkgræn ofan, gulgræn neðan, verða rauð eða appelsínugul á haustin, tví-bogsagtennt, grunnsmálauf með dálítið brúnt dúnhár, laufleggur allt að 20 sm. Blómin í pýramídalaga skúfum, allt að 30 sm löngum. Krónublöðin 5, allt að 2 sm í þvermál, hvít með rauða flekki við grunninn og með freknur kringum flekkina, dúnhærð, kögruð. Aldin hnöttótt, allt 6 sm í þvermál, græn, þyrnar mjúkir, hvassyddir, fræ 1-3, glansandi brún með stóra, mólita, kringlótta bletti. |
|
|
|
Heimkynni |
|
NV Grikkland, M & S Albanía, Búlgaría. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Rakur og frjór. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
3 |
|
|
|
Heimildir |
|
1 |
|
|
|
Fjölgun |
|
Sáning (fræ liggja í dvala í 1-2 ár). |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Stakstæð tré á skjólsælum, hlýjum stað þar sem tréð hefur nóg vaxtarrými. |
|
|
|
Reynsla |
|
Í Lystigarðinum er til ein aðkeypt planta, sem var gróðursett í beð 1993, hefur oft kalið mikið ár hvert, þó minna í seinni tíð en í fyrstu. Lifir að minnsta kosti enn 2012. --------------------
Viðkvæm. Lengi að ná sér á strik og hefur ekki þrifist sem skyldi - á að vera harðgerðust af öllum hrossakastaníum. Verður krækluleg ef hún er ekki klippt í uppvexti. Þarf skilyrðislaust næringarríkan jarðveg og skjólgóðan stað eigi hún að þrífast. Börkur, blöð og aldin hafa lengi verið notuð í lækningaskyni og þá fyrst og fremst við gigt. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
Nokkur yrki til erlendis. |
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|