Snorri Hjartarson - Lyng

Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk atlot þess, fagna
í fegurð jarðar meðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrænt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.

Amelanchier stolonifera
Ættkvísl   Amelanchier
     
Nafn   stolonifera
     
Höfundur   Wiegand.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Skriðamall
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Hvítur.
     
Blómgunartími   Júní.
     
Hæð   1-2 m
     
Vaxtarhraði   Meðalhraðvaxta.
     
 
Vaxtarlag   Stuttgreindur, uppréttur, 1,5-2 m hár runni, sem breiðist mikið út með neðanjarðarrenglum.
     
Lýsing   Lauffellandi runni allt að 2 m hár, með skriðular renglur, myndar þyrpingar. Lauf 5 × 3 sm, aflöng til næstum kringlótt, grunnur bogadreginn til næstum hjartalaga. Laufið er með fíngerðar, tennur sem vita fram á við á efsta 2/3 hlutanum og þétt, hvítt hár á neðra borði þegar þau eru ung, æðastrengjapör eru 7-10. Blómklasar, uppréttir. Krónublöð allt að 9,5 m, öfugegglaga-aflöng. Eggleg hært í toppinn. Aldin blásvört, safarík.
     
Heimkynni   Austur N-Ameríka.
     
Jarðvegur   Léttur, vel framræstur, meðalrakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   Z4
     
Heimildir   1, 2, 10
     
Fjölgun   Skipting, sáning, græðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í blönduð beð - t.d. fremst í runnabeði.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta sem kom í garðinn 1979 og var gróðursett í beð það sama ár, kelur mismikið. Hefur reynst vel í Lystigarðinum (K: 0-1,5 - nokkuð mismunandi frá ári til árs; Spont.: Kanada, Quebec)
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is