Hulda - Úr ljóðinu Sorg
Þar sem blóm í laufalautum
ljúfu máli saman tala,
sem að ást og angur skilja, ?
blágresi og burknar grannir,
brönugrös og músareyra,
ljósberi og lækjarstjarna,
litlar fjólur, æruprísar,
gullmura og gleym-mér-eigi, ?
vildi ég mega minnast þín.
Berberis bretschneideri
Ættkvísl   Berberis
     
Nafn   bretschneideri
     
Höfundur   Rehd.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Purpurabroddur
     
Ætt   Mítursætt (Berberidaceae)
     
Samheiti   Berberis amurensis Rupr. v. japonica (Regel) Rehd. f. bretschneideri (Rehder) Ohwi
     
Lífsform   Runni
     
Kjörlendi   Sól
     
Blómlitur   Ljósgulur
     
Blómgunartími   Vor-sumar
     
Hæð   1,5 - 2 m (-3 m)
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Lauffellandi, uppréttur, þyrnóttur runni með útbreitt vaxtarlag.
     
Lýsing   Greinar oftast sívalar, rauðbrúnar á öðru ári. Þyrnar stakir til 3 saman, allt að 1,5 sm langir. Lauf öfugegglaga, 3-8 sm löng, snubbótt, með þéttum þorn-sagtönnum, skærgræn ofan, bláleitari neðan, netæðastrengjótt. Blómin ljósgul, allt að 10-15 talsins í 5 sm löngum klösum. Aldin sporvala, 1 sm löng, purpurarauð, dálítið hrímug. Líkur B. vulgaris en auðvelt að aðgreina á sívölum, rauðbrúnum greinum og ljósari blómum.
     
Heimkynni   Japan
     
Jarðvegur   Meðalfrjór, meðalrakur, léttur, vel framræstur
     
Sjúkdómar  
     
Harka   z4
     
Heimildir   1
     
Fjölgun   Haustsáning, sumargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Stakstæðir, í raðir, í skrautrunnabeð, í þyrpingar og víðar.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur undir þessu nafni, sem sáð var til 1994 og gróðursettar í beð 2001 og 2004. Þær kólu talsvert framanaf, lítið í seinni tíð. Náskyldur roðabroddi (B. vulgaris) en er samt auðþekkt frá þeirri tegund m.a. á burstatenntum blöðum, rauðbrúnum greinum og ljósari blómum.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is