Vorið góða, grænt og hlýtt (Heinrich Heine, þýðing) Vorið góða, grænt og hlýtt,
græðir fjör um dalinn,
allt er nú sem orðið nýtt,
ærnar, kýr og smalinn.
Kveður í runni, kvakar í mó
kvikur þrastasöngur;
eins mig fýsir alltaf þó:
aftur að fara í göngur.
|
Ættkvísl |
|
Cotoneaster |
|
|
|
Nafn |
|
ambiguus |
|
|
|
Höfundur |
|
Rehd. & Wils. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Surtarmispill |
|
|
|
Ætt |
|
Rósaætt (Rosaceae) |
|
|
|
Samheiti |
|
Cotoneaster acutifolius Turcz. v. ambiguus (Rehder & E. H. Wilson) Hurusawa; C. pseudoambiguus J. Fryer & B. Hylmö. |
|
|
|
Lífsform |
|
Lauffellandi runni. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól til hálfskuggi. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Hvítur með bleikleita slikju. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Maí-júní. |
|
|
|
Hæð |
|
1-2 m |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Lauffellandi runni allt að 2 m hár, líkur broddmispli (C. acutifolius). Smágreinar rauðbrúnar eða grábrúnar, grannar, stinnhærðar, næstum hárlausar þegar þær eru orðnar gamlar. Laufleggur 2-5 mm, langhærðir, axlablöð oftast skammæ, lensulaga eða band-lensulaga, langhærð. |
|
|
|
Lýsing |
|
Laufblaðkan oddbaugótt-egglaga til tígul-egglaga, 2,5-6 × 1,5-3 sm, dúnhærð á neðra borði í fyrstu, verður hárlaus, langhærð á efra borði, verður fljótt hárlaus, grunnur breiðfleyglaga, langydd eða ydd efst. Hálfsveipir 1,5-3,6 sm, með 5-10 blóm, blómskipunarleggir og blómleggir langhærðir, stoðblöð skammæ, lensulaga eða bandlaga, 2-3 mm, langhærð. Blómleggir 4-6 mm. Blómin 7-8 mm í þvermál. Blómbotninn langhærður á ytra borði í fyrstu, verður hárlaus eða næstum hárlaus. Bikarblöð þríhyrnd, 1-1,5 × 2-2,5 mm, ydd. Krónublöð upprétt, hvít með bleikleita slikju, breið-egglaga eða næstum kringlótt, 3-4 mm og um það bil jafn breið, grunnur með stutta nögl, snubbótt eða trosnuð. Fræflar 20, ögn styttri en krónublöðin. Eggleg þétt langhærð efst, stílar 2-5, ekki samvaxnir, stundum ekki lengri en fræflarnir. Aldin svört, glansandi, eggvala eða næstum hnöttótt, 8-10 × 6-7 mm, langhærð efst. Kjarnarnir/fræin 2 eða 3, sjaldan 4 eða 5. Aldin í september-október. |
|
|
|
Heimkynni |
|
Kína (Gansu, Guizhou, Hubei, Ningxia, Shaanxi, Sichuan, Yunnan). |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Sendinn, grýttur,vel framræstur en meðalrakur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
5 |
|
|
|
Heimildir |
|
1, www.eFloras.org Flora of China, http://en.hortipedia.com
|
|
|
|
Fjölgun |
|
Sumargræðlingar, haustsáning. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í limgerði, sem stakstæður runni, í þyrpingar, í blönduð beð.
|
|
|
|
Reynsla |
|
Í Lystigarðinum er ein aðfengin planta sem gróðursett var í beð 1993, falleg planta sem kól dálítið allra fyrstu árin. Harðgerður og hefur reynst vel í Lystigarðinum, bráðfallegur runni. (A4-C27) |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
Vex í fjallahéruðum, hálf skóglausum brekkum, skógum með strjál tré, skógarjöðrum í 1800-3000 m h. y. s. Þolir frost allt að -23,3 °C. |
|
|
|
|
|