Sigfús Daðason - Vængjasláttur Akureyri
mjög skreytt
reynitrjám.
Sá sem gengi um bæinn
á septemberkvöldi:
dimmur skuggi innfjarðarins
fylgdi honum á aðra hönd hvar sem hann færi,
lifandi, kvikur!
Sálarspegill!
Heilagur lundur
rís í hæðir.
Og gangi maður í lundinn
er hann þar einn með sjálfum sér.
Það gustar um limið
og fuglarnir í björtum trjákrónunum
fælast skóhljóð einmanans
og hviðra með vængjaslætti
yfir höfði hans og úti í myrkrinu.
Og upp fyrir honum rennur þá: hvílík
sú dýrð sem einmananum hlotnast.
|
Ættkvísl |
|
Cornus |
|
|
|
Nafn |
|
mas |
|
|
|
Höfundur |
|
L. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Vorhyrnir |
|
|
|
Ætt |
|
Skollabersætt (Cornaceae) |
|
|
|
Samheiti |
|
C. mascula |
|
|
|
Lífsform |
|
Runni - lítið tré |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól, hálfskuggi |
|
|
|
Blómlitur |
|
Skærgulur |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Apríl-maí |
|
|
|
Hæð |
|
1,5-3 m (-5) m |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
Meðalvaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Runni eða lítið tré með útstæðar greinar. Ungar greinar eru þaktar grágrænni dúnhæringu. |
|
|
|
Lýsing |
|
Lauf 4-10 sm, egglaga, ydd, mjókka að grunni eða eru bogadregin við grunninn, dökkgræn með aðlæg dúnhár á efra borði og því neðra líka, 3-5 æðastrengjapor, laufleggir allt að 6 mm langir. Blómin smá, skærgul, þroskast snemma, 2 sm í þvermál, koma á undan laufunum á ársprotum fyrra árs. Stoðblöð 4, visna áður en blómin þroskast. Blómin eru tvíkynja (eru með bæði karl- og kvenæxlunarfæri) og eru frævuð af skordýrum. Aldin 2 sm, skærrauð, aflöng. Fræ þroskuð í september. |
|
|
|
Heimkynni |
|
Evrópa, V Asía |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Léttur, sendinn, meðalþungur og þungur jarðvegur, sýrustig skiptir ekki máli. Getur vaxið í mjög kalkríkum jarðvegi. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
Með mótstöðuafl gegn hunangssvepp. |
|
|
|
Harka |
|
5 |
|
|
|
Heimildir |
|
= 1, http://www.pfaf.org |
|
|
|
Fjölgun |
|
Sumar- og vetrargræðlingar með hæl, haustsáning, sveiggræðsla að vori. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Þyrpingar, beð
|
|
|
|
Reynsla |
|
Í Lystigarðinum hefur verið sáð til vorhyrnis 2011.
Mjög skrautleg planta sem blómstrar snemma vors og er mikilsverð fæða fyrir hunangsflugur sem fara af stað snemma.
Ætir hlutar. Aldin – hrá, þurrkuð eða niðursoðin, safi sem er mjög súr. Fullþroska aldin líkjast plómum að bragði og áferð og eru mjög ljúffeng til neyslu, en óþroskuð aldin eru nokkuð barkandi. Lítið pektín er í aldinunum svo að það verður að nota þau með öðrum aldinum í mauk. Aldinin hafa verið geymd í saltvökva eins og ólífur. Aldinin eru sæmilega stór, allt að 15 mm löng, með eitt stórt fræ. Smávegis af ætri olíu er hægt að vinna úr fræjunum. Fræin eru ristuð og möluð í duft og notuð eins og kaffibætir. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
Fjöldi yrkja í ræktun erlendis, t.d. 'Alba', 'Aurea', 'Crispa', 'Golden Glory', 'Nana', 'Pyramidalis','Violacea' og 'Xanthocarpa'
Það eru til nokkur yrki með gul, hvít og purpuralit aldin. Það getur tekið plöntur sem koma upp af fræi allt að 20 árum að mynda aldin. Plöntur sem ræktaðar eru upp af græðlingum eru miklu fljótari að mynda aldin, en þær plöntur lifa skemur en plöntur sem ræktaðar eru upp af fræi. |
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|