Halldór Laxness

"Blóm eru ódauðleg... þú klippir þau í haust og þau vaxa aftur í vor, - einhversstaðar."

Cotoneaster cinnabarinus
Ættkvísl   Cotoneaster
     
Nafn   cinnabarinus
     
Höfundur   Juzepczuk
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Urðamispill
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Runni
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi
     
Blómlitur   Ljósbleikur
     
Blómgunartími   Snemmsumars
     
Hæð   0,5-1 m
     
Vaxtarhraði   Hægvaxta
     
 
Urðamispill
Vaxtarlag   Runni með útbreitt vaxtarlag.
     
Lýsing   Laufin lítil, um 1,5 sm, egglaga, græn, laufleggur egglaga. Aldin lítil, hnöttótt, oftast rauð. Haustlitir koma snemma.
     
Heimkynni   NV Rússland. Sjaldgæf, einlend á Kólaskaga og N Karelíu
     
Jarðvegur   Fremur þurr jarðvegur, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   http://www.rostliny.net, http://www.naturalflower.ru
     
Fjölgun   Haustsáning, sumargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, sem þekjurunni í brekkur og við gangstíga, jaðar á runnabeðum.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 1978 og gróðursett í beð 1988. Hún er mjög falleg og þrífst vel, kelur mjög lítið eða ekkert.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Urðamispill
Urðamispill
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is