Í morgunsárið - Ragna Sigurðardóttir
Í morgunsárið greiðir hún sér með trékambi. Hægt með föstum
strokum. Vöxturinn er svo mikill að hana kitlar í svörðinn. Hún
strýkur hendinni yfir gróðurinn. Finnur blóm springa út undir
fingurgómunum. Sóleyjar og baldursbrár. Hún leggur kambinn frá
sér. Fer út í garðinn og krýpur. Kippir upp kartöflugrösum. Rótar og
grefur með berum höndum. Djúpt ofan í moldinni finnur hún sætar og
safaríkar appelsínur.
Cotoneaster tomentosus
Ættkvísl   Cotoneaster
     
Nafn   tomentosus
     
Höfundur   Lindl.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Dúnmispill
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae)
     
Samheiti   Cotoneaster nebrodensis auct., Mespilus tomentosa Aiton (basionym)
     
Lífsform   Lauffellandi runni
     
Kjörlendi   Sól og hálfskuggi
     
Blómlitur   Hvítur til fölbleikur
     
Blómgunartími   Snemmsumars
     
Hæð   0,6-1 m (-2 m)
     
Vaxtarhraði   Fremur hægvaxta.
     
 
Dúnmispill
Vaxtarlag   Lauffellandi, lítt greinóttur runni, með bugðóttar, þyrnalausar, baksveigðar greinar. Ungar greinar eru þaktar grárri dúnhæringu, verða hárlausar með aldrinum og eru þá með purpuragulan börk.
     
Lýsing   Laufin eru sumargræn, heilrend, leggstutt, stakstæð, blaðkan er oddbaugótt til egglaga, oft bogadregin bæði við grunninn og í ‘oddinn’, 3 til 6 sm löng með 4-5 æðastrengi á hvorri hlið, dökkgræn á efra borði og mött, verða næstum hárlaus, neðra borðið er þakið þéttri, grárri dúnhæringu. Blómin eru 3-7 (12) í hverri blómskipun, blómskipunin er hálfsveipur, sem er endastæðir eða sjalda axlastæður. Knúbbarnir eru öfugegglaga á lóhærðum blómleggjum. Bikarblöð þríhyrnd, þéttlóhærð, græn. Krónublöðin 5 +, ögn lengri en bikarblöðin, bogadregin, hvít eða fölbleik, stundum rauðleit á ytra borði, fræflar 20, en stílar 2-3(4). Aldin eru rauð, hálfhnöttótt, hærð, 8-10 mm í þvermál, með 2-3(4) kjarna/fræ.
     
Heimkynni   S Evrópa. Svæðið kringum Svartahafið (meginlandsloftslag með köldum vetrum og heitum sumrum, úrkoman er alltaf mjög lítil). Í heimkynnum sínum vex runninn á runnaheiðum og í skógarjöðrum.
     
Jarðvegur   Meðalrakur, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   1, http://www.actaplantarum.org
     
Fjölgun   Haustsáning, sumargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í beð, í brekkur, í stór ker og kassa,í blönduð runnabeð, í jaðra.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum eru til þrír gamlir runnar, sem þrífast mjög vel. Einnig einn runni sem sáð var til 1973 og gróðursettur í beð 1986, þrír runnar sem sáð var til 1981 og gróðursettir í beð 1985 og 1988 og einn sem sáð var til 1987 og gróðursettur í beð 1994. Allir þrífast mjög vel. Mjög harðgerður runni sem hefur reynst afar vel Norðanlands, þar á meðal í Lystigarðinum. Kal nánast alltaf 0 t.d. á eintaki úr villtri náttúri frá Valais í Sviss í E5-P07 sem hefur verið fjölgað töluvert af hér norðanlands.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Dúnmispill
Dúnmispill
Dúnmispill
Dúnmispill
Dúnmispill
Dúnmispill
Dúnmispill
Dúnmispill
Dúnmispill
Dúnmispill
Dúnmispill
Dúnmispill
Dúnmispill
Dúnmispill
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is