Í morgunsárið - Ragna Sigurðardóttir Í morgunsárið greiðir hún sér með trékambi. Hægt með föstum
strokum. Vöxturinn er svo mikill að hana kitlar í svörðinn. Hún
strýkur hendinni yfir gróðurinn. Finnur blóm springa út undir
fingurgómunum. Sóleyjar og baldursbrár. Hún leggur kambinn frá
sér. Fer út í garðinn og krýpur. Kippir upp kartöflugrösum. Rótar og
grefur með berum höndum. Djúpt ofan í moldinni finnur hún sætar og
safaríkar appelsínur.
|
Ættkvísl |
|
Cotoneaster |
|
|
|
Nafn |
|
tomentosus |
|
|
|
Höfundur |
|
Lindl. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Dúnmispill |
|
|
|
Ætt |
|
Rósaætt (Rosaceae) |
|
|
|
Samheiti |
|
Cotoneaster nebrodensis auct., Mespilus tomentosa Aiton (basionym) |
|
|
|
Lífsform |
|
Lauffellandi runni |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól og hálfskuggi |
|
|
|
Blómlitur |
|
Hvítur til fölbleikur |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Snemmsumars |
|
|
|
Hæð |
|
0,6-1 m (-2 m) |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
Fremur hægvaxta. |
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Lauffellandi, lítt greinóttur runni, með bugðóttar, þyrnalausar, baksveigðar greinar. Ungar greinar eru þaktar grárri dúnhæringu, verða hárlausar með aldrinum og eru þá með purpuragulan börk. |
|
|
|
Lýsing |
|
Laufin eru sumargræn, heilrend, leggstutt, stakstæð, blaðkan er oddbaugótt til egglaga, oft bogadregin bæði við grunninn og í ‘oddinn’, 3 til 6 sm löng með 4-5 æðastrengi á hvorri hlið, dökkgræn á efra borði og mött, verða næstum hárlaus, neðra borðið er þakið þéttri, grárri dúnhæringu.
Blómin eru 3-7 (12) í hverri blómskipun, blómskipunin er hálfsveipur, sem er endastæðir eða sjalda axlastæður. Knúbbarnir eru öfugegglaga á lóhærðum blómleggjum. Bikarblöð þríhyrnd, þéttlóhærð, græn. Krónublöðin 5 +, ögn lengri en bikarblöðin, bogadregin, hvít eða fölbleik, stundum rauðleit á ytra borði, fræflar 20, en stílar 2-3(4). Aldin eru rauð, hálfhnöttótt, hærð, 8-10 mm í þvermál, með 2-3(4) kjarna/fræ. |
|
|
|
Heimkynni |
|
S Evrópa. Svæðið kringum Svartahafið (meginlandsloftslag með köldum vetrum og heitum sumrum, úrkoman er alltaf mjög lítil). Í heimkynnum sínum vex runninn á runnaheiðum og í skógarjöðrum. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Meðalrakur, vel framræstur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
6 |
|
|
|
Heimildir |
|
1, http://www.actaplantarum.org |
|
|
|
Fjölgun |
|
Haustsáning, sumargræðlingar. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í beð, í brekkur, í stór ker og kassa,í blönduð runnabeð, í jaðra. |
|
|
|
Reynsla |
|
Í Lystigarðinum eru til þrír gamlir runnar, sem þrífast mjög vel. Einnig einn runni sem sáð var til 1973 og gróðursettur í beð 1986, þrír runnar sem sáð var til 1981 og gróðursettir í beð 1985 og 1988 og einn sem sáð var til 1987 og gróðursettur í beð 1994. Allir þrífast mjög vel.
Mjög harðgerður runni sem hefur reynst afar vel Norðanlands, þar á meðal í Lystigarðinum. Kal nánast alltaf 0 t.d. á eintaki úr villtri náttúri frá Valais í Sviss í E5-P07 sem hefur verið fjölgað töluvert af hér norðanlands. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|