Vorið góða, grænt og hlýtt (Heinrich Heine, þýðing)
Vorið góða, grænt og hlýtt,
græðir fjör um dalinn,
allt er nú sem orðið nýtt,
ærnar, kýr og smalinn.

Kveður í runni, kvakar í mó
kvikur þrastasöngur;
eins mig fýsir alltaf þó:
aftur að fara í göngur.
Cotoneaster divaricatus
Ættkvísl   Cotoneaster
     
Nafn   divaricatus
     
Höfundur   Rehd. & Wils.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Kambmispill
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Runni
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi
     
Blómlitur   Rauður með hvítu
     
Blómgunartími   Snemmsumars
     
Hæð   1-1,5 m (-2m)
     
Vaxtarhraði   Hraðvaxta
     
 
Vaxtarlag   Lauffellandi, meðalstór runni, óreglulegur í vextinum, álíka hár og breiður, margstofna, fíngerður, með skástæðar uppréttar, langar greinar. Grannir, purpurabrúnir stilkar, greinabyggingin minnir á fiskdálk. Ungar greinar ekki vörtóttar, en dúnhærðar.
     
Lýsing   Lauf stakstæð, heil, allt að 2-2,5 sm löng, egglaga-oddbaugótt, þunn, glansandi, dökkgræn, næstum hárlaus eða ögn dúnhærð á neðra borði, stilkar dúnhærðir. Haustlauf gul, rauð, purpuralit, eru lengi á plöntunni. Blómin lítil, rauð með hvítu, 1-4 í knippi, fræflar 10-13. Blómstrar senmmsumars. Aldin allt að 9 mm, oddvala eða eggvala, rifsberjarauð, kjarnar/fræ 2-4. Aldin rauð, 0,8 mm þroskast frá september fram í október. Ræktað vegna fallegra blóma og aldina.
     
Heimkynni   V Kína.
     
Jarðvegur   Vel framræstur, léttur jarðvegur. Sýrustig skiptir ekki máli.
     
Sjúkdómar   Laus við alla sjúkdóma.
     
Harka   5
     
Heimildir   = 1, http://www.hort.uconn.edu
     
Fjölgun   Haustsáning, sumargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í limgerði, sem þekjurunni, í þyrpingar eða breiður, á klifurgrindur. Vindþolinn og saltþolinn.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1989 og gróðursett í beð 2000. hefur kalið ögn sum árin. Hefur reynst í meðallagi harðgerður það sem af er í Lystigarðinum (k: 2,5) en reynsla stutt enn sem komið er.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is