Jón Helgason - úr ljóðinu Á Rauðsgili Hugrökk teygist á háum legg
hvönnin fram yfir gljúfravegg,
dumbrauðu höfði um dægrin ljós
drúpir hin vota engjarós.
|
Ættkvísl |
|
Crataegus |
|
|
|
Nafn |
|
mollis |
|
|
|
Höfundur |
|
(Torr. & A. Gray) Scheele |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Mjúkþyrnir |
|
|
|
Ætt |
|
Rósaætt (Rosaceae) |
|
|
|
Samheiti |
|
Oxyacantha mollis (Scheele) Lunell |
|
|
|
Lífsform |
|
Lauffellandi tré, ef til vill runni hérlendis |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól |
|
|
|
Blómlitur |
|
Hvítur |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Snemmsumars |
|
|
|
Hæð |
|
3 -10 m |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Tré allt að 11 m hátt í heimkynnum sínum, krónan útbreidd, greinar gráar, árssprotar hvíthærðir en aðeins samsumars, þyrnar 2,5-5 sm. |
|
|
|
Lýsing |
|
Lauf 6-10 sm, breiðegglaga, grunnur bogadreginn, þverstýfður eða hjartalaga, ydd. Laufið þakið með þéttu hári á neðra borði, að lokum er hár aðeins á æðastrengjunum, jaðrar tvítenntir, með 4 eða 5 pör af flipum, blaðstilkar 2,5-5 sm. Blómin í þétthærðum hálfsveip. krónan um 2,5 sm í þvermál, bikarblöð kirtiltennt, fræflar 20, frjóhnappar ljósgulir, stílar 4-5. Aldin 1,2-1,8 sm í þvermál. næstum alveg hnöttótt, rauð, dúnhærð, fræin 4-5. Aldinin falla snemma af trénu. |
|
|
|
Heimkynni |
|
M N-Ameríka. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Léttur, framræstur, frjór. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
5 |
|
|
|
Heimildir |
|
1, 2 |
|
|
|
Fjölgun |
|
Haustsáning. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Stakstæð tré, í blönduð runnabeð, í þyrpingar. |
|
|
|
Reynsla |
|
Í Lystigarðinum eru til tvö tré undir þessu nafni sem sáð var til 1992 og gróðursett í beð 2000 og 2009. Nokkuð kaflaskipt, (k:0,1,2) mismunandi eftir árum, vex hægt framan af aldri eins og flestar tegundir þyrna. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|