Jón Helgason - úr ljóðinu Á Rauðsgili
Hugrökk teygist á háum legg
hvönnin fram yfir gljúfravegg,
dumbrauðu höfði um dægrin ljós
drúpir hin vota engjarós.


Crataegus mollis
Ættkvísl   Crataegus
     
Nafn   mollis
     
Höfundur   (Torr. & A. Gray) Scheele
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Mjúkþyrnir
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae)
     
Samheiti   Oxyacantha mollis (Scheele) Lunell
     
Lífsform   Lauffellandi tré, ef til vill runni hérlendis
     
Kjörlendi   Sól
     
Blómlitur   Hvítur
     
Blómgunartími   Snemmsumars
     
Hæð   3 -10 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Tré allt að 11 m hátt í heimkynnum sínum, krónan útbreidd, greinar gráar, árssprotar hvíthærðir en aðeins samsumars, þyrnar 2,5-5 sm.
     
Lýsing   Lauf 6-10 sm, breiðegglaga, grunnur bogadreginn, þverstýfður eða hjartalaga, ydd. Laufið þakið með þéttu hári á neðra borði, að lokum er hár aðeins á æðastrengjunum, jaðrar tvítenntir, með 4 eða 5 pör af flipum, blaðstilkar 2,5-5 sm. Blómin í þétthærðum hálfsveip. krónan um 2,5 sm í þvermál, bikarblöð kirtiltennt, fræflar 20, frjóhnappar ljósgulir, stílar 4-5. Aldin 1,2-1,8 sm í þvermál. næstum alveg hnöttótt, rauð, dúnhærð, fræin 4-5. Aldinin falla snemma af trénu.
     
Heimkynni   M N-Ameríka.
     
Jarðvegur   Léttur, framræstur, frjór.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   1, 2
     
Fjölgun   Haustsáning.
     
Notkun/nytjar   Stakstæð tré, í blönduð runnabeð, í þyrpingar.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum eru til tvö tré undir þessu nafni sem sáð var til 1992 og gróðursett í beð 2000 og 2009. Nokkuð kaflaskipt, (k:0,1,2) mismunandi eftir árum, vex hægt framan af aldri eins og flestar tegundir þyrna.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is