Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Crataegus viridis
Ćttkvísl   Crataegus
     
Nafn   viridis
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Gljáţyrnir*
     
Ćtt   Rósaćtt (Rosaceae)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Tré
     
Kjörlendi   Sól
     
Blómlitur   Hvítur
     
Blómgunartími   Snemmsumars
     
Hćđ   5-8 m (-12 m)
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Vaxtarlag   Lauffellandi tré, 5-8 m hátt og álíka breitt, greinar útstćđar, sprotar hárlausir, ţyrnar fáir og grannir, allt ađ 3,5 sm langir.
     
Lýsing   Lauf 2-5 sm, egglaga eđa oddbaugótt, grunnur fleyglaga, jađrar sagtenntir, stöku sinnum dálítiđ flipóttur, dökk glansandi grćn á efra borđi, hárlaus á neđra borđi nema međ hártoppa í öxlum ćđastrengjanna. Blómin 1,5 sm í ţvermál, hvít, mjög falleg, í hárlausum hálfsveipum, allt ađ 5 sm breiđum. Frćflar 20, frjóhnappar fölgulir, stílar 2-5. Aldin fá, 0,5-1 sm í ţvermál, hnöttótt, skćrrauđ, standa lengi á trénu.
     
Heimkynni   A Bandaríkin.
     
Jarđvegur   Ţurr til međalrakur, frjór
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   1, http://www.missouribotanicalgarsen.org
     
Fjölgun   Haustsáning.
     
Notkun/nytjar   Stakstćđ tré, í ţyrpingar, í beđ. Lítiđ, blómstrandi tré gott á grasflatir, í rađir međfram götum eđa í opnu skóglendi, stök, í litlar ţyrpingar eđa í skjólbelti.
     
Reynsla   Í Lystigarđinum er til ein planta sem sáđ var til 1994 og gróđursett í beđ 2001. Hefur reynst vel í Lystigarđinum ţađ sem af er.
     
Yrki og undirteg.   Crataegus viridis 'Winter King' er vinsćlt yrki, ekki eins viđkvćmt fyrir sjúkdómum og önnur yrki, hefur m. a. vakiđ athygli fyrir ríkulega blómgun, stćrri aldin, silfurlitan börk á stofninum og miklu fallegri haustliti (purpuralit og skarlatsrauđ lauf).
     
Útbreiđsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is