Málsháttur
Eigi fellur tré við hið fyrsta högg.
Crataegus punctata
Ættkvísl   Crataegus
     
Nafn   punctata
     
Höfundur   Jacq.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Kirsiþyrnir
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae)
     
Samheiti   Crataegus collina Chapm., Mespilus punctata (Jacq.) Dum. Cours.
     
Lífsform   Lauffellandi runni eða lítið tré
     
Kjörlendi   Sól
     
Blómlitur   Hvítur
     
Blómgunartími   Júní-júlí
     
Hæð   3-7 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Tré með hvelfda krónu og útstæðar greinar, oft meira á breiddina en hæðina, greinar verða fljótt hárlausar. Þyrnar 5-7 sm langir.
     
Lýsing   Lauf 5-10 × 3-7 sm, breiðegglaga, hvassydd eða bogadregin í oddinn, grunnur fleyglaga, jaðrar tenntir og oft flipótt neðan við oddinn á blómlausum greinum. Laufin eru dökkgræn og dúnhærð bæði ofan og neðan, verða hárlaus einkum á efra borði. æðastrengjapör 5-10, alltaf samsíða, skörðótt, laufleggir 2 sm. Blóm fjölmörg, 2 sm breið, hvít, í langhærðum hálfsveipum allt að 10 sm breiðum, bikarblöð mjó, næstum heilrend. Fræflar 20, frjóhnappar bleikir, stílar 2-5. Aldin fjölmörg, 15-20 mm löng, perulaga eða hálfhnöttótt, djúprauð, með ljósari doppur, detta fljótt af.
     
Heimkynni   A N Ameríka.
     
Jarðvegur   Léttur, frjór, framræstur
     
Sjúkdómar  
     
Harka   4
     
Heimildir   = 1, http://www.pfaf.org
     
Fjölgun   Haustsáning
     
Notkun/nytjar   Stakstæð tré eða runnar, í þyrpingar, í raðir, í beð.
     
Reynsla   Var sáð 1991 og gróðursett í uppeldisbeð, reyndist skammlíf þar.
     
Yrki og undirteg.   Crataegus punctata 'Aurea' aldin og frjóhnappar gulir. Crataegus punctata 'Ohio Pioneer' að 8 m á hæð, þyrnalaus, aldin múrsteinsrauð, blettótt.
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is