Ólafur Jóhann Sigurðsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Elaeagnus angustifolia
Ættkvísl   Elaeagnus
     
Nafn   angustifolia
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Roðasiflurblað
     
Ætt   Silfurblaðsætt (Elaeagnaceae).
     
Samheiti   E. argentea. non Pursh. E. hortensis.
     
Lífsform   Lauffellandi runni
     
Kjörlendi   Sól
     
Blómlitur   Gulur
     
Blómgunartími   Júní
     
Hæð   2-3 m (-7 m)
     
Vaxtarhraði   Meðalvaxtarhraði.
     
 
Roðasiflurblað
Vaxtarlag   Runni eða tré allt að 7 m hátt í heimkynnum sínum og álíka breitt. Krónan óregluleg eða egglaga með útstæðar greinar, gisin. Börkur dökk grábrúnn, smágreinar rauðleitar, þaktar silfurlitu hreistri, stundum með þyrna.
     
Lýsing   Lauf 4,5-9 × 1,2-2,5 sm, stakstæð, heilrend, mjó-egglaga til lensulaga, dökkgræn ofan, þakin silfurlitu hreistri neðan. Blómin 1-3 í blaðöxlum, ilmandi, bikar allt að 1 sm, trektlaga, gulur innan, að utan eru silfurlitir flipar jafnlangir trektinni. Blómin eru tvíkynja (eru bæði með karl- og kvenlíffæri) og eru frævuð af flugum. Aldin 1 sm, aflöng, egglaga, gulbrún, þakin silfurhreistri.
     
Heimkynni   V Asía.
     
Jarðvegur   Léttur, sendinn eða meðalþungur, þurr eða rakur, vex helst í vel framræstum og getur vaxið í mögrum. Sýrustig skiptir ekki máli, plantan getur vaxið við mjög basískar aðstæður og í söltum jarðvegi.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   2
     
Heimildir   = 1, http://edis.ifas.ufl.edu, http://www.pfaf.org
     
Fjölgun   Sáning, sumargræðlingar, haustgræðlingar, rótargræðlingar. Fræ sem hefur verið geymt getur verið mjög lengi að spíra, það tekur oft meira en 18 mánuði. Hitameðferð í 4 vikur og 12 vikur í kulda á eftir getur hjálpað.
     
Notkun/nytjar   Í limgerði, við bílastæði, til uppgræðslu, í þyrpingar, sem stakstæðir runnar, í steinhæðir, í beðjarðra. Tegundin er með rótargerla sem vinna nítur úr andrúmsloftinu, hún þolir saltúða frá hafi. Plantan þolir klippingu mjög vel, myndar mikið af nýjum sprotum þegar hún er klippt alveg niður. Lækningaplanta.
     
Reynsla   Er ekki í ræktun í Lystigarðinum (2013). Var sáð 2013. Skríður ekki, þekkist á því frá silfurblaði ásamt því að greinar eru silfurlitar og þyrnóttar og berin æt (silfurblað með brúnar greinar og þurr, mélug ber).
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Roðasiflurblað
Roðasiflurblað
Roðasiflurblað
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is