Í morgunsárið - Ragna Sigurðardóttir
Í morgunsárið greiðir hún sér með trékambi. Hægt með föstum
strokum. Vöxturinn er svo mikill að hana kitlar í svörðinn. Hún
strýkur hendinni yfir gróðurinn. Finnur blóm springa út undir
fingurgómunum. Sóleyjar og baldursbrár. Hún leggur kambinn frá
sér. Fer út í garðinn og krýpur. Kippir upp kartöflugrösum. Rótar og
grefur með berum höndum. Djúpt ofan í moldinni finnur hún sætar og
safaríkar appelsínur.
Elaeagnus umbellata
Ættkvísl   Elaeagnus
     
Nafn   umbellata
     
Höfundur   Thunb.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Sveipsilfurblað
     
Ætt   Silfurblaðsætt (Elaeagnaceae).
     
Samheiti   E. crispa
     
Lífsform   Lauffellandi runni
     
Kjörlendi   Sól
     
Blómlitur   Gulhvítur
     
Blómgunartími   Maí-júní
     
Hæð   2-4m (-10m)
     
Vaxtarhraði   Meðalhraður.
     
 
Vaxtarlag   Runni eða lítið tré. Ungar greinar gulbrúnar, silfurlitar eða þaktar brúni hreistri ofan, oftast með þyrna.
     
Lýsing   Lauf 4-10 sm, oddbaugótt til egglaga-aflöng, oft með bylgjaða jaðra, skærgræn ofan, þakin silfurlitu hreistri neðan og með dálitlu af brúnu hreistri. Blómin 1-7 í öxlunum, gulhvít, ilmandi, bikarpípan miklu lengri en krónutungan. Blómin eru tvíkynja (eru bæði með karlkyns og kvenkyns líffæri) eru frævuð af býflugum. Aldin allt að 8 mm, í þvermál, silfur- til bronslit, rauð þegar þau opnast.
     
Heimkynni   A-Asía (Kína, Japan, Himalaja).
     
Jarðvegur   Léttur (sendinn) meðalþungur vel framræstur jarðvegur og getur vaxið í mögrum jarðvegi. Sýrustig skiptir ekki máli.
     
Sjúkdómar   Mótstaða gegn hunangssvepp.
     
Harka   3
     
Heimildir   = 1, http://www.pfaf.org
     
Fjölgun   Fræ, sumar- og haust(vetrar)græðlingr, rótaskot.
     
Notkun/nytjar   Í þyrpingar, stakstæð, í beðjarðra. Þolir vel saltúða frá hafi. Tegundin er með sambýli við jarðvegsgerla sem mynda rótarhnúða og nema nítur úr andrúmsloftinu.
     
Reynsla   Engin planta er í ræktun í garðinum sem stendur (2013) en ætti að geta þrifist hér. Var sáð 2013.
     
Yrki og undirteg.   Elaeagnus umbellata v. parvifolia (Royle) C. Schneid. er minni en aðaltegundin, uppréttur, með fáar greinar, silfraðar, þyrnóttar. Árssprotar þaktir silfruðum hreistri. Efra borð ungra blaða stjarnhærð, síðar hárlaus, silfruð. Blóm í klösum í blaðöxlum, beinhvít, ilmandi, aldin brún við þroskun, nær hnöttótt.
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is