Málsháttur
Engin er rós án þyrna.
Euonymus maackii
Ættkvísl   Euonymus
     
Nafn   maackii
     
Höfundur   Ruprecht,
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Drekabeinviður*
     
Ætt   Beinviðarætt (Celastraceae).
     
Samheiti   Euonymus bungeanus Maximowicz; E. bungeanus v. latifolius Chen H. Wang; E. bungeanus v. mongolicus (Nakai) Kitagawa; E. bungeanus v. ovatus F. H. Chen & M. C. Wang; E. bungeanus f. pendulus Rehder; E. forbesii Hance; E. hamiltonianus Wallich v. semipersistens Rehder; E. maackii f. lanceolatus Rehder; E. maackii f. salicifolius T. Chen; E. maackii v. trichophyllus Y. B. Chang; E. micranthus Bunge; E. mongolicus Nakai; E. oukiakensis Pampanini.
     
Lífsform   Lauffellandi runni eða lítið tré.
     
Kjörlendi   Sól eða hálfskuggi.
     
Blómlitur   Hvítur.
     
Blómgunartími   Vor-snemmsumars.
     
Hæð   3-6 m (-10 m)
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Runni eða lítið tré, geinar og smágreinar sívalar, sterklegar, grænar til ljósgrænar.
     
Lýsing   Laufleggur 1-2,5 mm, laufblaðkan þunn-leðurkennd til þykk-pappírskennd, egglaga, kringlótt-egglaga, oddbaugótt eða egglaga-lensulaga, 6-10,5 × 2-4 sm, grunnur mjókkar dálítið niður, jaðar bogtenntur, hvassydd eða langydd, stundum rófuydd. Slétt bæði ofan og neðan, hliðaæðastrengir í 6-8 pörum, bogna fram á við, mynda vef og hverfa áður en þær ná út í jaðarinn. Blómskipunin skúfur. Blómskipunarleggur 2-3,5 sm, 1-3 × tví-kvíslgreindur, með allmörg blóm, blómleggur 5-7 mm. Blómin 4-deild, 8-9 mm í þvermál, bikarblöð egglaga, krónublöð hvít, lensulaga eða lang-egglaga, langydd eða snubbótt. Hýði tígullaga með 4 horn og djúpar grópir. Mjókka að grunni, brún eða gulbrún til rauðbrún, um 9 mm. Fræin hálfhnöttótt, dökkbrún, að hluta til þakin appelsínugulri frækápu.
     
Heimkynni   Kína, Japan, Kórea, Rússland, ræktuð í Evrópu og N-Ameríku..
     
Jarðvegur   Léttur, sendinn-leirborinn, malarborinn, vel framræstur, meðalrakur til rakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   4
     
Heimildir   = 1, http://www.efloras.org Flora of China, http://www.pfaf.org, http://en.hortipedia.com
     
Fjölgun   Sáning, sumargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í blönduð beð, í jarðra, í limgerði.
     
Reynsla   Ekki í ræktun sem stendur en er á óskalista! Plantan þarf litla umhirðu. Runninn þolir allt að -35°C. Plantan líklega eitruð.
     
Yrki og undirteg.   Ein algengasta tegund ættkvíslarinnar, fjölmörg yrki í ræktun erlendis.
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is