Málsháttur
Oft vex laukur af litlu.
Euonymus hamiltonianus s.str.
Ættkvísl   Euonymus
     
Nafn   hamiltonianus
     
Höfundur   Wallich.
     
Ssp./var   s.str.
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Rifjabeinviður
     
Ætt   Beinviðarætt (Celastraceae).
     
Samheiti   Euonymus hamiltonianus Wallich. ssp. sieboldianus (Bl.) Hara, E. hians. E. nikoensis. E. semiexsertus. E. sieboldianus. E. vidalii. E. yedoensis.
     
Lífsform   Lauffellandi runni - lítið tré.
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi.
     
Blómlitur   Hvítur með rauða slikju.
     
Blómgunartími   Maí-júní.
     
Hæð   2-3 m (-4m)
     
Vaxtarhraði  
     
 
Rifjabeinviður
Vaxtarlag   Runni eða lítið tré, allt að 4 m hár og álíka breiður, mjög líkur beinvið (E. europaeus) en með sívalar greinar, grænar þegar þær eru ungar, verða brúnrauðar.
     
Lýsing   Lauf aflöng-lensulaga, stutt-odddregin, seigari og þykkari, laufleggurinn stuttur. Blómin hvít með rauða slikju, frjóhnappar purpura. Blómin eru tvíkynja (eru bæði með karlkyns og kvenkyns líffæri) og eru frævuð af skordýrum. Aldin öfughjartalaga, 4-flipótt, bleik.
     
Heimkynni   Himalaja til Japan.
     
Jarðvegur   Léttur, sendinn, meðalþungur jarðvegur, helst þurr eða rakur, sýrustig skiptir ekki máli.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   4
     
Heimildir   = 1, http://www.pfaf.org
     
Fjölgun   Sáning, sumargræðlingar, rótargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Stakstæður runni, í þyrpingar, í blönduð beð. Þrífst í næstum hvaða jarðvegi sem er líka kalkríkum, er sérstaklega hentug á skuggsælum vaxtarstöðum, helst í vel framræstum, meðalþungum jarðvegi. Plantan er líklega eitruð. Þessi tegund er oft undir E. yedoensis.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 1982, gróðursett í beð 1988. Mjög fallegur runni með fallega haustliti, hefur kalið lítið gegnum tíðina, er um 2,5 m hár og að minnsta kosti eins breiður.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Rifjabeinviður
Rifjabeinviður
Rifjabeinviður
Rifjabeinviður
Rifjabeinviður
Rifjabeinviður
Rifjabeinviður
Rifjabeinviður
Rifjabeinviður
Rifjabeinviður
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is