Ólafur Jóhann Sigurðsson - Á vordegi Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.
Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.
Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.
Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.
|
Ættkvísl |
|
Euonymus |
|
|
|
Nafn |
|
alatus |
|
|
|
Höfundur |
|
(Thunb.) Sieb. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Vængjabeinviður |
|
|
|
Ætt |
|
Beinviðarætt (Celastraceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Lauffellandi runni. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól til hálfskuggi. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Gulgrænn/fölgrænn. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Síðla vors - snemmsumars. |
|
|
|
Hæð |
|
2-(5) m |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
Hægvaxta. |
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Lauffellandi runni, mikið greindur, greinar sívalar, verður 2-(5) m hár og álíka breiður. Þéttvaxinn, greinar grænar, hárlausar, með 4, þunna, breiða, korkkennda, vængi sem liggja langsum. |
|
|
|
Lýsing |
|
Lauf milligræn, allt að 2-7 × 1-4 sm, með stuttan legg, egglaga-oddbaugótt, langydd-hvassydd til beggja enda, fín- og snarp-sagtennt, dökkgræn, skær-djúprauð að haustinu. himnukennd, hárlaus neðan. Skúfur með 1 eða fáein blóm, blómskipunarleggir grannir, allt að 2 sm, blómleggir stuttir, blómin 4-deild, um 6 mm í þvermál, gulgræn, bikartennur bogadregnar, krónublöð kringlótt. Blómin eru tvíkynja (eru bæði með karlkyns og kvenkyns líffæri) og frævuð af skordýrum. Lítil græn aldin koma að sumrinu, eru mjó-öfugegglaga, venjulega 4 flipótt, en oft aðeins með 1-2 flipa allt að 8 mm, rauð-appelsínugul fræin að haustinu, með 1 fræ, fræin umlukin appelsínugulum-skarlatsrauðum frækápum (aril), en aldin þroskast venjulega sjaldan. |
|
|
|
Heimkynni |
|
NA Asía til M Kína. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Léttur (sendinn), meðalþungur, vel framræstur, sýrustig skiptir ekki máli, meðalrakur til rakur. Þrífst í alls konar jarðvegi, líka kalkríkum. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
3 |
|
|
|
Heimildir |
|
= 1, http://www.pfaf.org, http://www.ask.com |
|
|
|
Fjölgun |
|
Sáning, sumargræðlingar.
Fræ, best er að sá þeim í sólreit strax og þau eru fullþroskuð . Fræ sem hefur verið geymt þarf 8-12 vikur af hlýjumeðferð og 8-16 vikna kuldameðferð (stratification forkæling) á eftir og síðan er hægt að sá því í sólreit. Þegar smáplönturnar eru orðnar nógu stórar til að handfjatla þær er þeim dreifplantað hverri í sinn pott og ala þær upp í gróðurhúsi að minnsta kosti fyrsta veturinn. Gróðursetjið þær á framtíðarstaðinn síðla vors eða snemmsumars, eftir að frosthætta er liðin hjá.
Sumargræðlingar, 5-8 sm með hæl eru teknir í júlí-ágúst og settir í sólreit. Rætist auðveldlega.
|
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í limgerði, í beð.
Vængjabeinviður vekur víða aðdáun vegna áberandi rauðra haustlita, er ágætur skrautrunni eða sem limgerði.
Svo að haustlitirnir verði sem fallegastir er ráðlegt að gróðursetja runnann á móti sól í vel framræstan og ögn súran jarðveg. Plöntur í íláti er hægt að gróðursetja á hvaða árstíma sem er, en best er að gera það á vori eftir að ekki er lengur hætta á frosti. Blandið drjúgum hluta af lífrænu efni/moltu saman við moldina.
Vökvið runnann reglulega fyrsta sumarið eftir gróðursetningu til að auðvelda honum að mynda sterkt rótarkerfi. Planta sem er búin að koma sér vel fyrir í jarðveginum þolir þurrk vel, en kann að meta vökvun þegar tíð er mjög þurr.
Þarf ekki reglulega áburðargjöf, en ef laufin fara að gulna má bera á lyngrósaáburð síðla vors.
Sjaldan þarf að snyrta runnann, en lítilsháttar klipping er í lagi af og til. Ef það þarf að klippa runnann mikið er rétt að bíða með það þar til að vetrinum þegar runnin er í dvala.
|
|
|
|
Reynsla |
|
Í Lystigarðinum hefur þessari tegund verið sáð (2011). Lítt reynd hérlendis enn sem komið er. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
Til eru mörg smávaxnari yrki og nokkur afbrigði undir nafni vegna skrautgildis þeirra. ‘Compactus’ er þéttvaxnara en aðaltegundin og hentar í litla garða.
Nokkur önnur yrki í ræktun erlendis: 'Monstrosus', 'Nordine', 'October Glory' og fleiri. |
|
|
|
Útbreiðsla |
|
AÐRAR UPPLÝSINGAR: Vængjabeinviður (E. alatus) er oft nefndur brennandi runninn. Aldin talin æt, sem og lauf, sem eru notuð í te, einnig notuð sem lækningajurt.
Mjög skrautleg og kuldaþolin planta, þolir allt að – 25°C.
|
|
|
|
|
|