Jón Helgason - Úr ljóðinu Áfangar
Séð hef ég skrautleg suðræn blóm
sólvermd í hlýjum garði;
áburð og ljós og aðra virkt
enginn til þeirra sparði;
mér var þó löngum meir í hug
melgrasskúfurinn harði,
runninn upp þar sem Kaldakvísl
kemur úr Vonarskarði.
Fagus grandifolia
Ættkvísl   Fagus
     
Nafn   grandifolia
     
Höfundur   Ehrenb.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Ameríkubeyki
     
Ætt   Beykiætt (Fagaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi tré.
     
Kjörlendi   Sól og skjól.
     
Blómlitur   Gulgrænn.
     
Blómgunartími   Síðla vors - snemmsumars.
     
Hæð   4-10 m
     
Vaxtarhraði   Hægvaxta - þarf háan sumarhita.
     
 
Vaxtarlag   Tré, allt að 10 m hátt og álíka breitt, en getur orðið 35 m hátt í heimkynnum sínum. Sprotar grannir, hárlausir, börkur ljósgrár, brum brún, glansandi.
     
Lýsing   Lauf 6-15 × 4,7 sm, öfugegglaga til aflöng, blágræn ofan, ljósari neðan, gróf-sagtennt, æðastrengir í 10-15 pörum, enda í tönnum, laufleggur allt að 10 mm. Blómin eru einkynja (hvert blóm er annað hvort karlkyns eða kvenkyns, en bæði kynin er hægt að finna á sömu plöntunni). Vindfrævun. Aldin á allt að 3,5 sm löngum blómskipunarlegg, stuttdúnhærðum, reifar stuttdúnhærðar. Hreistur bogin eða bein, hnetur 2, stöku sinnum 3, umluktar hulstri.
     
Heimkynni   A N-Ameríka. Nýja Brúnsvík til Flórída, vestur til Texas og Ontario.
     
Jarðvegur   Léttur, sendinn, leirblandinn, djúpur, frjór. helst vel framræstur, þó rakaheldinn, þurr eða rakur, sýrustig skiptir ekki máli.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   Z4 og er ekki viðkvæmur fyrir frosti.
     
Heimildir   = 1, http://www.pfaf.org, http://www.missouribotanicalgarden.org
     
Fjölgun   Sáning, yrkjum fjölgað með ágræðslu.
     
Notkun/nytjar   Í þyrpingar, í raðir, í limgerði.
     
Reynsla   Er ekki í Lystigarðinum en hefur verið sáð og komist í sólreit en drepist. Sáð aftur 2012.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is