Úr ljóðinu Barmahlíð eftir Jón Thoroddsen
Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!
Erica carnea
Ættkvísl   Erica
     
Nafn   carnea
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Vorlyng
     
Ætt   Lyngætt (Ericaceae).
     
Samheiti   Erica herbacea L., E. mediterranea
     
Lífsform   Sígrænn smárunni
     
Kjörlendi   Sól (hálfskuggi)
     
Blómlitur   Purpurableikur
     
Blómgunartími   Vor
     
Hæð   0,1-0,2 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vorlyng
Vaxtarlag   Smávaxinn runni, skriðull, ungar greinar hárlausar.
     
Lýsing   Lítill runni allt að 25 sm hár. Sprotar eru jarðlægir, ungar greinar hárlausar. Lauf allt að 8 mm, 4 saman í kransi, ydd eða broddydd. Blómskipunin allt að 10 sm, endastæð, í dálítið hliðsveigðum, laufóttum klasa. Blómleggir allt að 3 mm. Bikarflipar lensulaga. Króna allt að 6 mm, sívöl, flipótt, fliparnir allt að 3 mm eða meir, uppréttir, mjó-aflangir, purpurableikir. Fræflar standa út úr blóminu.
     
Heimkynni   A Evrópa (M-Alpar, NV Ítalía, NV Júgóslavía).
     
Jarðvegur   Vel framræstur, sendinn, lífrænn.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   Z3
     
Heimildir   1, http://www.tititudorancea.com
     
Fjölgun   Sáning, sumargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í beð með súrum eða ekki súrum jarðvegi, í ker og kassar. Vorlyngið er ræktað víða erlendis vegna blómanna sem koma að vetrinum. Það er ólíkt öðrum klukkulyngstegundum að það þolir jafnt kalkríkan jarðveg sem súran og er því auðræktað.
     
Reynsla   Ekki mikið reynd enn sem komið er en er komin í beð, klippa eftir blómgun. Plöntunum var sáð í Lystigarðinum 1991 og þær voru gróðursettar í beð 2001. Yfirleitt ekkert kal gegnum árin, blómstra flest ár.
     
Yrki og undirteg.   Fjölmörg yrki eru til, yfir 100 talsins, ýmsir blómlitir, eru í ræktun erlendis, ekkert af þeim er í garðinum enn sem komið er.
     
Útbreiðsla  
     
Vorlyng
Vorlyng
Vorlyng
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is