Vorið góða, grænt og hlýtt (Heinrich Heine, þýðing)
Vorið góða, grænt og hlýtt,
græðir fjör um dalinn,
allt er nú sem orðið nýtt,
ærnar, kýr og smalinn.

Kveður í runni, kvakar í mó
kvikur þrastasöngur;
eins mig fýsir alltaf þó:
aftur að fara í göngur.
Erica cinerea
Ættkvísl   Erica
     
Nafn   cinerea
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Roðalyng
     
Ætt   Lyngætt (Ericaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Sígrænn runni, lágvaxinn
     
Kjörlendi   Sól (hálfskuggi)
     
Blómlitur   Rauðir og bleikir litir, stundum hvítur
     
Blómgunartími   Síðsumars
     
Hæð   0,15-0,5 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Roðalyng
Vaxtarlag   Lágvaxinn sígrænn runni, ungir árssprotar stutthærðir.
     
Lýsing   Lágvaxinn runni, allt að 90 sm hár. Ungir sprotar eru með stutt hár. Laufin allt að 5 mm löng, 3 saman í kransi, fljótlega í knippum, bandlaga, hárlaus, jaðrar innundnir. Blómskipunin endastæð, í klasa eða sveip. Blómin í mörgum rauðum og bleikum litum, stundum hvít. Blómleggir dúnhærðir. Bikar allt að 3 mm, hárlaus. Krónan allt að 7 mm, krukkulaga. Frjóhnappar inni í blóminu, með týtu.
     
Heimkynni   V Evrópa.
     
Jarðvegur   Vel framræstur, súr, sendinn, lífrænn.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   = 1, http://www.heathsandheathers.com
     
Fjölgun   Sáning, sumargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í beð með súrum jarðvegi, í ker og í kassa.
     
Reynsla   Lítt reynd enn sem komið er. Sáð 1991, dó í sólreit 1996, ekki gróðursett í beð. Klippa eftir blómgun. Roðalyngið er erfiðara í ræktun en aðrar klukkulyngstegundir. Verður að gróðursetja á skjólsælan stað vegna þess þurrir næðingar geta þurrkað laufin um of. Mest hætta er á að þessar plöntur drepist ef þær ofþorna áður en þær hafa komið sér nógu vel fyrir á nýja vaxtarstaðnum. Þegar plantan hefur náð góðri rótfestu vex hún vel.
     
Yrki og undirteg.   Mikill fjöldi yrkja er í ræktun erlendis en af þeim var aðeins E. cinerea 'Stephen Davis' í ræktun í garðinum skamman tíma.
     
Útbreiðsla  
     
Roðalyng
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is