Í morgunsárið - Ragna Sigurðardóttir
Í morgunsárið greiðir hún sér með trékambi. Hægt með föstum
strokum. Vöxturinn er svo mikill að hana kitlar í svörðinn. Hún
strýkur hendinni yfir gróðurinn. Finnur blóm springa út undir
fingurgómunum. Sóleyjar og baldursbrár. Hún leggur kambinn frá
sér. Fer út í garðinn og krýpur. Kippir upp kartöflugrösum. Rótar og
grefur með berum höndum. Djúpt ofan í moldinni finnur hún sætar og
safaríkar appelsínur.
Rosa 'Frühlingsgold'
Ættkvísl   Rosa
     
Nafn  
     
Höfundur  
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   'Frühlingsgold'
     
Höf.   (Kordes 1937) Þýskaland.
     
Íslenskt nafn  
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti   Rosa pimpinellifolia L. Frühlingsgold, Spring Gold.
     
Lífsform   Sumargræn runnarós.
     
Kjörlendi   Sól og skjól.
     
Blómlitur   Gullgulur.
     
Blómgunartími   Ágúst-september.
     
Hæð   100-150(-250) sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Þetta er mjög kröftugur og harðgerður blendingur af þyrnirós (Rosa spinosissima), lotublómstrandi, með sterkar, bogamyndaðar, þyrnóttar greinar. Runninn er með tennt, ljósgræn lauf sem ekki glansa, hann er stór, getur orðið allt að 250 sm hár og 200 sm breiður, vex með löngum, greinum sem þarf að klippa með því að sníða burt það gamla eftir blómgun.
     
Lýsing   Foreldrar:'Joanna Hill' × Rosa pimpinellifolia L. 'Hispida'. Blendingurinn var kynbættur og ræktaður upp af Kordes, komið á framfæri og í sölu 1937. Knúbburinn er rauður, en blómið verður gullgult þegar það springur út, en upplitast auðveldlega í sterkri sól. Þau eru bollalaga, hálfyllt-einföld, ilmandi, gullgul blóm sem eru fölgul í miðju, gullgulir fræflar í miðju. Mjög blómviljugur og blómin standa lengi. Ilmurinn minnir á vanillu. Blómin sitja þétt á greinunum og eru mikil prýði fyrir hvern garð. Einn besti þyrnirósar-blendingurinn. ;
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Sendinn, meðalfrjór, rakur en vel framræstur.
     
Sjúkdómar   Hefur mikinn viðnámsþrótt gegn mjölsvepp.
     
Harka  
     
Heimildir   Nicolaisen, A. 1975: Rosernas Bog - København, Roy, Hay & Patrick Synge 1969: The Dictionary of Garden Plants in Colour with House and Greenhouse Plants. - George Rainbird LTD 1969 (Svensk översättninga och bearbetning Sven Nilson 1974. Örebro 1974), http://www.backyardgardener.com, http://www.cfgphoto.com, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, http://www3.sympaico.ca/galetta/tales/scotsroses.html, www.cornhillnursery.com/retail/roses/rosea.htlm#RP, https//www.rhs.org.uk/Plants/96545/Risa-Fe-252;hlingsgold-%285pH%29/Details
     
Fjölgun   Haust- eða vetrargræðlingar, brumágræðsla að sumrinu.
     
Notkun/nytjar   Sólríkur eða mjög sólríkur vaxtarstaður. Hraust planta. Jarðvegur sendinn-leirborinn, meðalrakur til rakur. Það er hægt að nota rósina sem klifurrós, annars er hún notuð í óklippt limgerði eða sem stakur runni.
     
Reynsla   Rosa ‘Frühlingsgold' var keypt í Lystigarðinn 1996 og gróðursett í beð sama ár, flutt í annað beð 2003, kelur mismikið, hefur vaxið vel 2008 og 2009 a.m.k. en engin blóm.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is