Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Populus alba
Ćttkvísl   Populus
     
Nafn   alba
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Silfurösp
     
Ćtt   Víđićtt (Salicaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi tré.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur  
     
Blómgunartími   Síđla vetrar.
     
Hćđ   10-20 m
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Silfurösp
Vaxtarlag   Tré sem getur orđiđ allt ađ 30 m hátt í heimkynnum sínum en oftast lćgra. Krónan er breiđ, börkur sléttur, grár, tréđ myndar rótarskot. Ungir sprotar og grunnur bruma ţétt dúnhćrđur, brum 5 mm, egglaga.
     
Lýsing   Lauf 6-12 sm, egglaga, grunnur nćstum hjartalaga, á langsprotum eru blöđin međ 3-5 sepum og gróftennt en á dvergsprotum eru blöđin sagtennt og yfirleitt egglaga til aflöng, dökk grćn, gljáandi og hárlaus á efra orđi, en ţétt hvít ullhćrđ á neđra borđi, (gráullhćrđ á dvergsprotum). Blađstilkar 1,2-3,7 sm, hálfsívöl. Karlreklar 4-7 sm, frćflar 5-10, frjóhnappar purpuralitir. Kvenreklar 8-10 sm, aldin tvíhólfa.
     
Heimkynni   S, M & A Evrópa, N Afríka til M Asía.
     
Jarđvegur   Međalrakur, frjór.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   3
     
Heimildir   1
     
Fjölgun   Sumargrćđlingar, rótargrćđlingar, sáning.
     
Notkun/nytjar   Sem stakstćtt tré, í ţyrpingar.
     
Reynsla   Fremur fáséđ í rćktun hérlendis en eitt og eitt tré til á stangli. Kelur nokkuđ í uppeldi en minna međ árunum. var. pyramidalis Krónan mjó-súlulaga eđa turnlaga. var. alba Krónan breiđ, börkur hvítur, lauf dverggreina hvít-lóhćrđ neđan. var. bachofenii Krónan breiđ, börkur grár eđa blágrár, lauf dverggreina nćstum hárlaus neđan.
     
Yrki og undirteg.   Nokkur yrki í rćktun erlendis sem ekki hafa veriđ reynd hérlendis svo vitađ sé t. d. 'Globosa', 'Nivea', 'Pyramidalis', 'Raket' og fleiri. Populus alba var. subintegerrima Lange er međ silkihćrđ, nćstum heilrend blöđ. (= 1)
     
Útbreiđsla  
     
Silfurösp
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is