Ólafur Jóhann Sigurðsson - Á vordegi Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.
Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.
Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.
Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.
|
Ættkvísl |
|
Rosa |
|
|
|
Nafn |
|
glauca |
|
|
|
Höfundur |
|
Pourr. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
'Nova' |
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Rauðblaðarós |
|
|
|
Ætt |
|
Rósaætt (Rosaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Lauffellandi runni. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Ljós rauðbleikur. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júlí til september. |
|
|
|
Hæð |
|
- 300 sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Óþekkt upprunaár, en runninn kom fram á tilraunastöð í Öjebyn utan við Piteå, Svíþjóð. Kröftugur runni sem verður um 200 sm hár og 150 sm breiður, einblómstrandi. |
|
|
|
Lýsing |
|
Blómin hálfofkrýnd, fallega ljós rauðbleik með daufum ilm. Blómin eru með ljósari miðju og gula fræfla. Laufið er með rauða slikju.
|
|
|
|
Heimkynni |
|
Yrki. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Léttur, meðalfrjór, vel framræstur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
Ónæm fyrir kvillum. |
|
|
|
Harka |
|
Z2 |
|
|
|
Heimildir |
|
Thørgersen, C.G. 1988: Synopsis of Broadleved Trees and Shrubs cultivable as Ornamentals in Boreal Sweden Umeå
http://www.hesleberg.no,
www.rydlingeplantskola.se/vaxter/rosor/rosor-for-det-tuffa-klimatet
|
|
|
|
Fjölgun |
|
Græðlingar, sveiggræðsla, rótarskot. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Sólríkur vaxtarstaður. Harðgerð og hraust rós, nægjusöm. Hæfilegt að hafa 1 plöntu á m². Notuð í stóra garða.
Rosa glauca ‘Nova’ er líklega blendingur. Vex kröftuglega og verður allt að 300 sm hár, blómviljugur. Dr. Gunnel Larson fann blendinginn í Öjebyn 1956.
|
|
|
|
Reynsla |
|
Þrífst vel, kelur ekkert og blómstrar vel. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|