Jón Helgason - úr ljóðinu Á Rauðsgili Hugrökk teygist á háum legg
hvönnin fram yfir gljúfravegg,
dumbrauðu höfði um dægrin ljós
drúpir hin vota engjarós.
|
Ættkvísl |
|
Rosa |
|
|
|
Nafn |
|
villosa |
|
|
|
Höfundur |
|
L. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Lórós |
|
|
|
Ætt |
|
Rósaætt (Rosaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
R. mollis Sm., R. villosa auct. (ssp. mollis), R. pomifera Herrm., R. villosa L. v. pomifera (Herrm.) Desv. (ssp. villosa). |
|
|
|
Lífsform |
|
Lauffellandi runni. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Djúpbleikur. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júlí-ágúst. |
|
|
|
Hæð |
|
100-240 sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Villirós, sem líka er ræktuð sem klifurrós, lotublómstrandi, þéttgreindur runni, oft með rótarskot. Greinarnar stinnar, beinar 100-240 sm, rauðleitar meðan þær eru ungar. Næstum þyrnalaus eða með strjála, granna, beina eða ögn bogna, misstóra þyrna. Axlablöðin breið. |
|
|
|
Lýsing |
|
Laufin eru sumargræn, smálaufin 5-9, blágræn, oddbaugótt, 3,2-6,5 sm, ydd eða snubbótt, hærð bæði ofan og neðan, oft með þétta, eplailmandi kirtla á neðra borði, jaðrar með samsettar kirtiltennur. Stoðblöð breið, hylja oft blómsætin. Blómsætin með þétt kirtilþornhár. Blómin 1-3 eða fleiri, einföld, ilma lítillega, eplailmur, 2,5-6,5 sm í þvermál. Bikarblöðin með fáeina hliðaflipa, langydd, kirtilhærð á ytra borði, eru lengi á nýpunum. Krónublöðin djúpbleik. Stílar ekki samvaxnir, ná ekki fram úr blóminu. Fræni ullhærð.
Nýpur mjög stórar, allt að 3 sm breiðar og eru í laginu eins og epli, appelsínurauðar til dökkrauðar, kirtil-þornhærðar. |
|
|
|
Heimkynni |
|
M & S Evrópa, Tyrkland, Kákasus. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Frjór, meðalrakur, vel framræstur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
H4 |
|
|
|
Heimildir |
|
2,
http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm,
www.pfaf.org/user/plant.aspx?LatinName=Rosa+villosa
|
|
|
|
Fjölgun |
|
Síðsumargræðlingar með hæl, skifting á rótarskotum þegar plantan er í dvala, sveiggræðsla, (tekur 12 mánuði). |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Rósin þrífst betur í kalksnauðum jarðvegi en kalkríkum, vel framræstum og getur þrifist í mögrum jarðvegi, ‘hálfskugga’ og norðanundir, að minnsta kosti erlendis.
Nýpur C-vítamínríkar með 800-1200 mg/100 g.
|
|
|
|
Reynsla |
|
Lórósinni var sáð 1975, 1986, 1990 og 1992 í Lystigarðinum. Sú elsta (frá 1975) kelur lítið blómstrar mikið og þroskar nýpur. Planta frá 1986 kelur lítið. Planta frá 1990 vex vel og blómstrar mikið og þroskar nýpur. Plöntur frá 1992 kala nokkuð, rétt lifa og vaxa lítið til dæmis 2008 með stöku blóm. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|