Úr ljóðinu Barmahlíð eftir Jón Thoroddsen
Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!
Salix myrsinites
Ættkvísl   Salix
     
Nafn   myrsinites
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Myrtuvíðir
     
Ætt   Víðiætt (Salicaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Rauðpurpura frjóhnappar, mattpurpura reklar. Kvenblómskipun svart-rauð.
     
Blómgunartími   Vor.
     
Hæð   45-60 (-100) sm
     
Vaxtarhraði   Hægvaxta.
     
 
Myrtuvíðir
Vaxtarlag   Jarðlægur eða uppsveigður runni, allt að 60 sm hár. Greinar grannar, gljáandi, dúnhærðar, verða hárlausar, með stöku stutt hár þegar þær eru orðnar hárlausar, kræklóttar, verða dökkbrúnar með aldrinum.
     
Lýsing   Lauf 1-5 sm, kringluleit-egglaga, 2,5-5 x 1-2,5 sm, seig / leðurkennd, skærgræn, glansandi bæði ofan og neðan, kirtiltennt. Laufleggur stuttur. Dauð lauf frá fyrra ári hanga á runnanum. Reklar dökkpurpura, 2,5 sm, þéttir, sívalir, koma um leið og laufið. Kvenreklar mattpurpura, allt að 5 x 2 sm, fræflar með rauðpurpura frjóhnappa og frjóþræði, rekilhlífar með brúnpurpura hæringu.&
     
Heimkynni   N & A Evrópa, V Asía.
     
Jarðvegur   Frjór, rakur, stundum kalkríkur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   = 1, encyclopedia.alpinegardensociety.net/plant/Salix/myrsinites, www.luontoportti./com/suomi/en/puut/whorle-leaved-willow,
     
Fjölgun   Sumar- og vetrargræðlingar, fræi er sáð um leið og það er fullþroskað.
     
Notkun/nytjar   Í þyrpingar, í raðir, í stórar steinhæðir. Karl- og kvenblóm sitt á hvorri plöntunni. Lifir í allt að 1750 m h.y.s. í Skandinavíu.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein gömul planta og önnur frá 1995 úr gróðrarstöð, kala ekkert, eru mjög fallegar. Hefur verið alllengi í ræktun hérlendis og reynst vel.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Myrtuvíðir
Myrtuvíðir
Myrtuvíðir
Myrtuvíðir
Myrtuvíðir
Myrtuvíðir
Myrtuvíðir
Myrtuvíðir
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is