Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Bupleurum longifolium ssp. aureum
Ćttkvísl   Bupleurum
     
Nafn   longifolium
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var   ssp. aureum
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Gullbudda*
     
Ćtt   Sveipjurtaćtt (Apiaceae).
     
Samheiti   Réttara: B. aureum Fisch. ex Hoffm.
     
Lífsform   Fjölćr jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Gulur.
     
Blómgunartími   Júli-ágúst.
     
Hćđ   - 100 sm
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Gullbudda*
Vaxtarlag   Fjölćr planta, 50-120 sm há. Jarđstönglar grannir, dökkbrúnir, skriđulir, lítt greindir. Stönglar 1-2(-3), lítiđ geindir, gljáandi, oft međ purpura slikju, grunnur ekki međ trefjóttar, visin slíđur. Neđstu blöđin mörg, međ legg, blađkan breiđegglaga eđa öfugeggaga, 4-6,5 x 3-5 sm, 9-11-tauga, grunnur mjókkar í lauflegg, oddur bogadreginn eđa hvassyddur. Miđlaufin legglaus, blađkan lýrulaga, grunnur tvíeyrđur, lykur um legginn, oddur snubbóttur til yddur. Efri laufin gegnvaxin 12-20 x 3-5,5 sm. Efstu laufin egglaga, lítil, grunnur hjartalaga, lykja um stöngulinn.
     
Lýsing   Endastćđur sveipur 6-10 sm í ţvermál, nćstu sveipir 3-5 sm, stođblöđ 3-5, egglaga til egglaga-sporbaugđótt, 6-28 x 3-16 mm, misstór. Geislar 6-10, 1,5-6 sm, misstórir. Smástođblöđ tvíeyrđ, 5-6(-7), breiđegglaga til oddbaugótt, 4-9 x 3-8 mm, jafnstór, dvergsveipir 6-10 mm í ţvermál, 15-20-blóma, blómleggur 2-4 mm. Krónublöđ gul, öfugegglaga, miđtaug dökkgul. Stílfótur lág-keilulaga eđa skífulaga, fölgulur. Aldin aflöng, dökkbrún, 4-6 x 2,6-3 mm, rif áberandi, olíukirtlar 3 í hverri rák, 4 á hverju viki.
     
Heimkynni   Kína, Kyrgystan, Mongólía, Rússland.
     
Jarđvegur   Međalfrjór, fremur rakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   Flora of China, www.efloras.org/florataxon.aspx?flora-id=2&taxon-id=200015410,
     
Fjölgun   Sáning, skipting.
     
Notkun/nytjar   Í fjölćringabeđ, í skrautblómabeđ.
     
Reynsla   Í Lystigarđinum er til ein planta undir nafninu gullbudda (Bupleurum aureum) sem sáđ var 1992 og gróđursett í beđ 1994. Fallegri en ađaltegundin og hefur reynst vel í garđinum.
     
Yrki og undirteg.   Smástođblöđ breiđ-eglaga eđa oddbaugótt, 5-12 x 7-9 mm, hćrri en blómin, grunnur snubbóttir --- v. aureum (C.B. Clarke) Ridley _____ Smástođblöđ mjóegglaga eđa bandlensulaga, 2-3 x 0,7-2 mm, jafnlöng og eđa styttri en blómin, mjókka ađ grunni. --- v. breviinvolucratum (Trautvetter ex H. Wolff) R.H.Shan & Yin Li
     
Útbreiđsla  
     
Gullbudda*
Gullbudda*
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is