Vorið góða, grænt og hlýtt (Heinrich Heine, þýðing)
Vorið góða, grænt og hlýtt,
græðir fjör um dalinn,
allt er nú sem orðið nýtt,
ærnar, kýr og smalinn.

Kveður í runni, kvakar í mó
kvikur þrastasöngur;
eins mig fýsir alltaf þó:
aftur að fara í göngur.
Cremanthodium delavayi
Ættkvísl   Cremanthodium
     
Nafn   delavayi
     
Höfundur   (Franch.) Deels ex A. Lév.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Hélulotkarfa
     
Ætt   Körfublómaætt (Asteraceae)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölæringur
     
Kjörlendi   Sól
     
Blómlitur   Gulur
     
Blómgunartími   Júlí
     
Hæð   0,5-0,8 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Hélulotkarfa
Vaxtarlag   Stönglar með hvíta köngulóarvefshæringu ofantil. Grunnlauf allt að 10 sm, spjótlaga, tennt, leðurkennd, með hvíta köngulóarvefshæringu, en verða glansandi og dökkgræn, með langan legg. Stöngullauf oft egglaga, oft mjög smá.
     
Lýsing   Karfan geislaformuð eða skífulaga, stök, hvolflaga, ilmandi, reifablöð allt að 16 mm, oddbaugótt, ydd, purpuragræn. Hvirfingarblóm matt-appelsínugul. Biðan koparlit.
     
Heimkynni   NA Búrma, Yunnan.
     
Jarðvegur   Djúpur, frjór, rakur.
     
Sjúkdómar   Engir.
     
Harka   6
     
Heimildir   1
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í fjölæringabeð.
     
Reynsla   Harðgerð fjallaplanta, kemur seint upp á vorin.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Hélulotkarfa
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is