Úr ljóðinu Barmahlíð eftir Jón Thoroddsen
Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!
Gentiana punctata
Ættkvísl   Gentiana
     
Nafn   punctata
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Dröfnuvöndur
     
Ætt   Maríuvandarætt (Gentianaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól (hálfskuggi).
     
Blómlitur   Grængulur.
     
Blómgunartími   Júli-ágúst.
     
Hæð   50-60 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Dröfnuvöndur
Vaxtarlag   Fjölær jurt, allt að 60 sm há. Stönglar stinnir, uppréttir með málmgljáa. Löng stólparót.
     
Lýsing   Grunnlauf með legg, oddbaugótt, mjókkar snögglega í odd, 5-tauga, allt að 10 x 6 sm. Stöngullaufin mjó, verða leggstyttri eftir því sem ofar dregur á stönglinum. Blómstönglar vaxa úr brumum í blaðöxlum hvirfingarlaufanna, án hreisturlaufa við grunninn. Blóm legglaus, mörg saman á stöngulendum eða í blaðöxlunum. Bikarpípa allt að 1 sm, flipar 5-8, uppréttir, yddir, grænir. Króna breiðpípulaga með 5-8 flipa, 1,4-3,5 sm, grængul, oftast með dökkpurpuralitar dröfnur. Flipar styttri en krónupípan, útstæðir. Ginleppar litlir, snubbóttir. Fræflar samvaxnir í fyrstu, síðar lausir hvor frá öðrum. Aldinhýði legglaus
     
Heimkynni   M Evrópa (fjöll).
     
Jarðvegur   Djúpur, frjór, rakaheldinn, framræstur.
     
Sjúkdómar   Engir.
     
Harka   5
     
Heimildir   = 1,2
     
Fjölgun   Sáning að hausti, skipting.
     
Notkun/nytjar   Í stórar steinhæðir, i fjölæringabeð, í kanta.
     
Reynsla   Hefur reynst vel í Lystigarðinum og verið lengi í ræktun í görðum hérlendis.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Dröfnuvöndur
Dröfnuvöndur
Dröfnuvöndur
Dröfnuvöndur
Dröfnuvöndur
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is